Saltkaramellu- og Créme brulée skyrtertur

Hraun hraunbitar skyrterta skyrtertur Saltkaramellu- og Créme brulée skyrtertur breiðdalur bláklukkum og fjólum bláklukka fjóla
Laufey með Crème brûlée- og Saltkaramelluskyrterturnar. Við hliðina á henni eru Adam og Lovely.

Saltkaramellu- og Crème brûlée skyrtertur

Það er frábært að henda í skyrtertur þegar gesti ber að garði með stuttum fyrirvara. Sérstaklega á heimilum þar sem alltaf er til skyr 😊

Í sumarvinnu minni í Breiðdalnum galdraði Laufey Helga fram þessar undurgóðu skyrtertur sem starfsfólkið gerði góð skil.

SKYRTERTURBREIÐDALURÍSLENSKTTERTUR

.

Cat, Andy og Adam
Créme brulée skyrterta
Crème brûlée skyrterta skreytt með bláklukkum og fjólum

Crème brûlée skyrterta

Botn:
1,5-2 pakkar Hraunbitar
Bitarnir saxaðir smátt og settir í það form sem á að bera kökuna fram í

Skyrblanda:
1 stór dós Crème brûlée skyr
1 dl flórsykur (má minnka ef vill)
1 peli rjómi (250ml), þeyttur
Flórsykur og skyr hrært saman og blandað við þeyttan rjómann.
Skyrblandan er sett ofan á kexið og kakan geymd í kæli.
Gott er að skreyta tertuna með ferskum berjum eða því sem hugurinn girnist 😊

Saltkaramellu skyrterta

Saltkaramellu skyrterta

Botn:
1 pakki haustkex
150 gr brætt smjör
Kexið mulið og blandað saman við smjörið. Þjappað í botn á því formi sem þú kýst að nota og bera kökuna fram í.

Skyrblanda:
1 stór dós saltkaramelluskyr
1 dl flórsykur (má minnka ef vill)
1 peli rjómi (250ml), þeyttur
Flórsykur og skyr hrært saman og blandað við þeyttan rjómann.
Skyrblandan er sett ofan á kexið og kakan geymd í kæli.
Gott er að setja karamellusósu yfir áður en hún er borin fram, einhver ber eða það sem hugurinn girnist 😊

SKYRTERTURBREIÐDALURÍSLENSKTTERTUR

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberja- og limeterta – dásemdar hráterta

Jarðarberja- og limeterta

Jarðarberja- og limeterta. Við erum fæst vön grænum fyllingum í tertum, en látum þetta ekki trufla okkur og höfum í huga að allt er það vænt sem vel er grænt. Enn ein dásemdar hrátertan og eins og áður hefur komið hér fram eru þær hver annarri betri. Gott er að útbúa hrátertur með sólarhringsfyrirvara og geyma í ísskáp.

Tilbreyting á matnum á tyllidögum

Allar húsmæður ættu að gjöra sér far um tilbreytingu á matnum. Á tyllidögum skal ætið gjöra breytingu til hins betra til að gæða fólkinu í munni.
-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916