Sunnudagskaffi hjá Hlín Péturs Behrens

eplakaka eplaterta döðlukaka döðluterta egilsstaðir SUNNUDAGSKAFFI hlín pétursdóttir behrens holt í Flóa Ragnheiður Sigurgrímsdóttir frá Holti, Obbukakan örugglega frá ömmu, Unnur Jónsdóttir, Obba var vinkona á Selfossi. EYRARBAKKI
Hlín Pétursdóttir Behrens sker döðlutertuna handa Bergþóri

 Sunnudagskaffi hjá Hlín Péturs Behrens

Nýlega flutti Hlín Pétursdóttir Behrens söngkona til Egilsstaða. Hún kallar nú ekki allt ömmu sína og hefur látið hendur standa fram úr ermum á söng- og leiklistarsviðinu, enda með eindæmum hugmyndarík og orkumikil. Það virðist alltaf vera pláss fyrir gott og skapandi fólk og Egilsstaðabúar og Austfirðingar eru gæfusamir að fá hana til liðs við sig á menningarsviðinu.

Þessar uppskriftir eru frá móður minni, Ragnheiði Sigurgrímsdóttur frá Holti í Flóa. Obbukakan örugglega frá ömmu, Unni Jónsdóttur, Obba var vinkona á Selfossi.

EGILSSTAÐIRDÖÐLUTERTUREPLATERTURSUNNUDAGSKAFFI

.

Döðlutertan
Döðlutertan

Döðluterta

2 stór egg, við stofuhita
½ bolli sykur
¼ bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
10 – 12 döðlur, saxaðar
50 g súkkulaði, saxað fínt

Eggin þeytt, sykrinum bætt við, þeytt vel. Þurrefnum blandað varlega saman við. Döðlur og súkkulaði söxuð og látið í skál, deiginu hellt yfir, blandað varlega. Formið smurt með smjöri og klætt með hveiti, bakað við 150° þar til botnarnir eru gullinbrúnir og losna frá hliðunum á forminu. Botnarnir kældir og tertan síðan skreytt með rjóma og smá söxuðu súkkulaði. Uppskriftin á við einn botn, það er alveg hægt að baka einn botn í litlu formi og vera með netta tertu, t.d. í eftirmat.

Viðbót frá Jónu frænku frá Háeyri á Eyrarbakka, (mágkonu mömmu): Deigið verður enn betra ef einni matskeið af kartöflumjöli er bætt við hveitið. Svo má blanda stöppuðum banana við rjómann, mjög ljúffengt.

Obbukaka (Eplakaka)

Obbukaka (Eplakaka)

3 egg
150g sykur (hrásykur)
150 g smjör
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft

Þeytið smjör við stofuhita og svo sykur saman við þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjunum við, einu í einu og þeytið á milli. Blandið lyftiduftinu vel saman við hveitið og blandið því varlega við deigið. Látið eitt lag af deigi og þunnt skorin epli ofaná og svo annað lag af deigi og raðið svo eplum ofaná. Gott er aðskreyta með möndluflögum og strá kanil yfir. Hitið ofninn í 180°og bakið í miðjum ofni í 45 mínútur, eða lengur ef þarf.

Ég læt yfirleytt 1/3 eða ¼ hluta Rapadura sykur eða kókospálmasykur og bókhveiti, kakan verður enn ljúffengari.

Obbukakan er með suðusúkkulaði, söxuðum valhnetum eða hesilhnetum og jafnvel döðlum staðinn fyrir epli.

Döðlutertusneið og kaffi

EGILSSTAÐIRDÖÐLUTERTUREPLATERTURSUNNUDAGSKAFFI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matwerk á Laugavegi – nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi

Matwerk á Laugavegi - nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi. Veitingastaðurinn Matwerk er á Laugavegi 96, rétt fyrir neðan gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar. Þar er ný-íslensk matreiðsla með laufléttum fusion snúningi í smáréttastíl. Á staðnum er gott úrval af kokteilum, léttvínum og bjór. Þarna er notaleg stemming og falleg list á veggjum, hlýir jarðlitir og viður. Á Matwerki er íslenskt hráefni og þar er unnið með íslenskar hugmyndir og hráefni, eins og steiktur fiskur dagsins (spari,spariútgáfa af heimilisfiski) og skyr með brulée. Yfirmatreiðslumaður á Matwerki er Stefán Hlynur Karlsson og hjá þeim er látlaus og þægileg þjónusta.

Ítalskt ævintýri á Apótekinu með innblæstri af íslensku landslagi, ljúffengur og frumlegur málsverður

Ítalskt ævintýri á Apótekinu með innblæstri af íslensku landslagi, ljúffengur og frumlegur málsverður. Apótekið hefur alltaf verið einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum, fyrsta flokks matur, þjónusta, staðsetning og ekki síst yndislegur viðarkolailmurinn af og til úr eldhúsinu, og úr verður andrúmsloft þar sem manni líður vel og vill helst dvelja lengi. Það var því spennandi að vita hvort ítalska ævintýrið stæði undir væntingum.