Vatnsmelónusalat

Vatnsmelónusalat melónur vatnsmelónur feta ólífur salat grikkland björk jónsdóttir bökka hollt salat minta Tzatziki köld sósa meðlæti sumarsalat sumarlegt salat Tzatziki sósa grískur matur
Vatnsmelónusalat – ferskt og litríkt

 Vatnsmelónusalat

Ferskt og litríkt vatnsmelónusalat. Salatið minnir okkur á hlýja sumardaga og hentar sérlega vel á hlýjum sumardögum. Sætleikinn úr safaríkri vatnsmelónunni, saltbragð ólífanna og fetaostsins og svo toppar mintan með sínum ilmandi ferskleika.

Björk Jónsdóttir töfraði fram þetta undurgóða salat og Tzatziki sósuna fyrir sumarblað Húsfreyjunnar.

VATNSMELÓNURSALÖTGRIKKLANDBJÖRK JÓNSDMINTA

.

Vatnsmelónusalat

Vatnsmelónusalat

1 vatnsmelóna
10 – 12 steinlausar svartar ólífur
1 ½ dl Fetaostur í teningum
Lúkufylli af ferskri mintu

Skerið vatnsmelónuna í fallega teninga
Skerið ólífurnar í sneiðar og saxið myntuna
Blandið öllu saman og stráið myntunni yfir.

Tzatziki sósa

4 dl Grísk jógúrt
½ dl sýrður rjómi
200 g agúrka
2 feit hvítlauksrif
½ -1 matskeið saxað dill (má sleppa)
Smá ólífuolía, salt og pipar

Rífið agúrkuna gróft, kreistið vökvinn frá.
Pressið hvítlaukinn.
Blandið öllu vel saman og smakkið til með salt og pipar.
Smá ólífuolíu dreypt ofan á. Fallegt að skreyta með svörtum ólífum.

Hjónin Björk Jónsdóttur og Kjartan Oddur Jóhannsson eru lengst til vinstri. Aðrir gestir í boðinu: Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Egill Jóhannsson, Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir.

VATNSMELÓNURSALÖTGRIKKLANDBJÖRK JÓNSDMINTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Biscotti Fríðu Bjarkar

biscotti

Biscotti Fríðu Bjarkar. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Fríða Björk bakar undurgott ítalskt biscotti með anís fyrir hver jól og gefur vinum og vandamönnum. Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið.