
Kærleikshádegi í Lindakirkju
Í mörgum kirkjum landsins er öflugt starf sem ekki fer alltaf hátt. Í Lindakirkju í Kópavogi eru samverustundir tvisvar í mánuði í hádeginu fyrir eldri borgara. Fólk borðar saman (matur á vægu verði) og í kjölfarið er fyrirlestur, skemmtun eða önnur uppákoma. Í vikunni vorum við Bergþór fengnir til að segja segja nokkur orð. Bergþór söng og stjórnaði fjöldasöng við undirleik Óskars Einarssonar.
Í matinn var grískur kjúklingaréttur og Tiramisu á eftir. Harðduglegar konur sáum um eldamennskuna og prestar kirkjunnar, Guðni Már Harðarson og Ólafur J. Bergþórsson, gengu um beina.
Verulega skemmtileg samverustund í Lindakirkju og kærleiksrík.
— TIRAMISU — KJÚKLINGUR — PRESTAR — KIRKJUR —
.


— TIRAMISU — KJÚKLINGUR — PRESTAR — KIRKJUR —
.