Undurgott Tiramisu – það besta í Róm

Undurgott Tiramisu - Bergþóra Aradóttir og Gunnar Bogason Maranega það besta í Róm Blómatorg í Róm, Campo di fiori lady fingers mascarpone ítalía ítalskur matur
Undurgott Tiramisu á Blómatorginu í Róm

Tiramisu

Á Blómatorginu í Róm, Campo di fiori, er það besta Tiramisu sem ég hef smakkað á Maranega. Til að gera langa Tiramisúsögu stutta þá fékk ég að vita aðferðina. Þar er aðeins notað gæðakaffi, ekkert vín og eggjarauður, en oftast eru eggjahvítur og eggjarauður.

.

TIRAMISUÍTALÍAMASCARPONE

.

Tiramisu

Lady fingers

2 dl espresso kaffi

4 eggjarauður

50 g sykur (ca 2 msk)

1 dós mjúkur Mascarpone

ca 1 msk kakó

Vætið Lady fingers upp úr espresso kaffi (þær þurfa ekki að blotna í gegn) og leggið í form. Þeytið eggjarauðurnar ljósar og léttar með sykri. Bætið mascarpone út í og þeytið áfram.  Hellið yfir kökurnar og sigtið kakó yfir. Best er að láta þetta standa í klst í ísskáp. Tilbúið. Og stendur fyrir sínu í öllum sínum einfaldleika.

.

Bergþóra og Gunnar fá Tiramisu á Maranega

.

TIRAMISUÍTALÍAMASCARPONE

— BESTA TIRAMISUIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hátíðlegur chiabúðingur

Chiagrautur

Hátíðlegur chiabúðingur. Það er auðvelt að útbúa chiagraut og líka möndlumjólk. Þessi bragðgóði chiabúðingur er léttur og hollur. Chiafræ eru kalk-, trefja- og prótínrík, auk þess innihalda þau omega 3 og 6.

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga. Það er gott að vera opinn fyrir nýjungum, sérstaklega þegar þær rekur óvænt á fjörur manns. Gaman að segja frá því að kona að nafni Elín hafði samband og gaf í kjölfarið barnabörnum sínum borðsiðanámskeið hjá okkur. Á dögunum mættu þau prúð og frjálsleg og við ræddum helstu atriði; hvernig er skálað, hvað er gert við servíetturnar, hvernig er haldið á hnífapörum, umræðuefni, uppbrot á þeim o.s.frv. Að lokinni samverunni fengu þau heimaverkefni, eitt verkefni á dag í heila viku og svo hittumst við aftur, fórum yfir hvernig gekk og ræddum almennt um samskipti. Einstaklega falleg ungmenni, sem vekja bjartsýni um hag lands og þjóðar á komandi áratugum.

Lambahryggur með sítrónu og rósmarín

Lambahryggur með sítrónu og rósmarín. Hægeldun hentar lambakjöti alveg einstaklega vel. Ef þið hafið ekki nú þegar prófað slíka aðferð er tækifærið núna. Jólasteikin á okkar bæ er stundum hægeldaður lambahryggur. Ef ykkur blöskrar alveg magnið af sítrónu og lime í uppskriftinni má alveg minnka það. Þessa uppskrift er vel þess virði að prófa. Með er fínt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur