Konunglegt teboð í Eyjum
Það var fjör í Eyjum í konunglegu teboði í Safnahúsinu, samkoman var til heiðurs Jónu Björgu Guðmundsdóttur sem lést fyrr á árinu og var mikill royalisti. Í tilefni dagsins hafði starfsfólk Safnahúss Vestmannaeyja sett upp sýningu með bókum, myndum og ýmsum gripum tengdum konungsfjölskyldum. Boðið var upp á gúrkusamlokur, enskar skonsur (scones) með sultu og clotted cream og fleira góðgæti og svo auðvitað gæðate með.
Bergþór fór yfir sögu teboða, muninn á high tea og low tea, og hvað gott er að hafa í huga þegar farið er í afternoon tea. Sjálfur talaði ég um bresku konungsfjölskylduna og fjallaði um það helsta sem er þar að frétta – allt var þetta nú samt á léttum nótum 🙂
Tónlistin var ekki langt undan, Bergþór söng nokkur lög og hraustlega var tekið undir í fjöldasöngslögum.
Eyjafréttir gerði samkomunni góð skil: „Ekki var komið að tómum kofunum hjá þeim Alberti og Bergþóri sem vita meira en flestir um líf kónga og drottninga, ekki síst í Englandi. Allt bráðfyndið, gladdi viðstadda og ekki skemmdi þegar Bergþór tók lagið.”
— ROYAL — VESTMANNAEYJAR — ENGLAND — AFTERNOON TEA —
.
— ROYAL — VESTMANNAEYJAR — ENGLAND — AFTERNOON TEA —
.