Konunglegt teboð í Eyjum

0
Auglýsing

 

Spjallað um teboð og bresku konungsfjölskylduna í konunglegu teboði í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum. Mynd: Eyjafréttir

Konunglegt teboð í Eyjum

Það var fjör í Eyjum í konunglegu teboði í Safnahúsinu, samkoman var til heiðurs Jónu Björgu Guðmundsdóttur sem lést fyrr á árinu og var mikill royalisti. Í tilefni dagsins hafði starfsfólk Safnahúss Vestmannaeyja sett upp sýningu með bókum, myndum og ýmsum gripum tengdum konungsfjölskyldum. Boðið var upp á gúrkusamlokur, enskar skonsur (scones) með sultu og clotted cream og fleira góðgæti og svo auðvitað gæðate með.

Auglýsing

Bergþór fór yfir sögu teboða, muninn á high tea og low tea, og hvað gott er að hafa í huga þegar farið er í afternoon tea. Sjálfur talaði ég um bresku konungsfjölskylduna og fjallaði um það helsta sem er þar að frétta – allt var þetta nú samt á léttum nótum 🙂

Tónlistin var ekki langt undan, Bergþór söng nokkur lög og hraustlega var tekið undir í fjöldasöngslögum.

Eyjafréttir gerði samkomunni góð skil: „Ekki var komið að tómum kofunum hjá þeim Alberti og Bergþóri sem vita meira en flestir um líf kónga og drottninga, ekki síst í Englandi. Allt bráðfyndið, gladdi viðstadda og ekki skemmdi þegar Bergþór tók lagið.”

ROYALVESTMANNAEYJARENGLANDAFTERNOON TEA

.

Mesta fjölmenni var í Safnahúsinu á konunglega teboðinu. Gestir voru beðnir að koma klæddir í anda boðsins.
Í tilefni dagsins var sett upp sýning með bókum, myndum og ýmsum varningi.
Einsi kaldi sá um veitingarnar
Tímarit, VHS spólur, bækur, almanök og bækur um konunglegar fjölskyldur
Ljósmyndabók um dönsku drottninguna

Ýmislegt royal tengt til sýnis

ROYALVESTMANNAEYJARENGLANDAFTERNOON TEA

.

Fyrri færslaMarengsrúlluterta með hindberjarjóma
Næsta færslaApríkósukaka