Sveppabaka og sítrónulax

Anna Lóa guðmundsdóttir og Gunnlaugur Einarsson ísafjörður sveppir villtir íslenskir sveppir matsveppir sítrónulax lax súkkulaðiterta Mousse au chocolat - Súkkulaðibaka sveppabaka sveppapæ paj sveppapaj
Albert, Bergþór, Gunnlaugur og Anna Lóa. Á borðinu er sveppabakan góða.

Sveppabaka og sítrónulax

Anna Lóa Guðmundsdóttir er áhugakona um villta matsveppi og hefur sérhæft sig í þeim. Síðustu ár hefur hún reglulega haldið sveppanámskeið en á árum áður var algengt að fólk bankaði uppá til að biðja Önnu Lóu að greina sveppi sem það fann úti í náttúrinni. Eins og kunnugt er, eru ekki allir sveppir ætir og sumir geta verið okkur hættulegir. Anna Lóa og Gunnlaugur Einarsson hennar eiginmaður eru fagurkerar og höfðingjar heim að sækja – allt svo lekkert og smart. Þau buðu okkur í sveppaböku, sítrónulax og súkkulaðitertu – hvert öðru betra. Sveppabökuuppskriftin kemur upphaflega frá Svíþjóð en með árunum hefur hún þróast í meðförum Önnu Lóu sem segist finna fyrir auknum áhuga á villtum matsveppum.

ANNA LÓASVEPPIRBÖKURLAXÍSAFJÖRÐUR  — SVEPPABAKA

.

Sveppabaka

Sveppabaka

Bökudeig
100 gr smjör eða smjörlíki
2 1/2 dl hveiti
1 1/2 dl rifinn ostur
smá salt
2 msk kalt vatn, sett í síðast
Deigið hnoðað saman sett í ískáp um 30 mín.
Flatt út og sett í eldfast mót 25 cm. Deigið þarf að gata vel með gaffli fyrir bakstur.
Bakið í 10 – 15 mín í 200°C, kælt áður en fyllingin er sett í.

Sveppafylling
4 dl blandaðir sveppir
2 dl laukur saxaður fínt
1 gott hvítlauksrif
salt pipar, timían ( blóðberg)

Laukurinn og hvítlaukurinn steiktur smá í olíu og smjöri.
Sveppunum bætt við og steikt saman með kryddi.
Fyllingin sett í deigskelina.

Ofan á sveppina
2 dl rjómi lausþeyttur
2 eggjarauður
2 1/2 dl rifinn ostur
1 dós sýrður rjómi (eða grísk jógurt)
Gott að smakka til, nota salt, pipar hvítlauksduft, timian.

Rjóminn léttþeyttur, eggjarauður hrærðar í, hinu blandað saman við.
Hellt yfir sveppina, bakað í 190-200°C í uþb 30 mín eða þangað til ostablandan hefur tekið lit.

Lax í sítrónusósu fyrir 4

Lax í sítrónusósu fyrir 4

4 góðir laxabitar roðlausir
uþb 150 gr rækjur

Sósan
1 msk smjör brædd í potti
1 msk hveiti hrært í, búin til bolla
3 dl rjómi hrært í og
uþb 4 msk creme fraiche
1/2 msk humarfond eða 1/3 fiskiteningur
rifinn börkur af einni sítrónu og sítrónusafi 1-2 msk. Smakkað til

Laxinn settur í ofnfast fat, smá salt og sósan yfir. Bakað í uþb 15 mín. við 200°C

Rækjunum dreift yfir áður en borið fram.

Kartöflur með eða hrísgrjón og salat.

Lax í sítrónusósu

Súkkulaðibaka
Mousse au chocolat – Súkkulaðibaka

ANNA LÓASVEPPIRBÖKURLAXÍSAFJÖRÐUR  — SVEPPABAKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.