Pignoli – hátíðlegar ítalskar smákökur

pignoli ítalía furuhnetur smákökur jólasmákökur jólabakstur ítalskur matur marsípan
Pignoli eru undurgóðar, mjúkar að innan, en að utan eru ristaðar furuhneturnar stökkar og passa vel með kaffi eða eftirréttavíni yfir hátíðarnar. Njótið!

Pignoli – hátíðlegar ítalskar smákökur

Um daginn sá ég uppskrift að ítölskum smákökum sem ég hafði ekki séð áður og kallast Pignoli. Þær eru með marsípani og hjúpaðar furuhnetum. Nafnið kemur frá ítalska orðinu pigna, sem merkir furuhnetuklasi. Nafnið vísar því til furuhnetanna, sem eru annað aðalhráefnið í þessum smákökum.

Pignoli eru undurgóðar, mjúkar að innan, en að utan eru ristaðar furuhneturnar stökkar og passa vel með kaffi eða eftirréttavíni yfir hátíðarnar. Njótið!

Pignoli-smákökur eiga sér langa sögu sögu, einkum á Sikiley og Suður-Ítalíu, en kökurnar eru taldar eiga uppruna sinn að rekja til Araba, sem höfðu talsverð áhrif á S-Ítalíu á miðöldum.

.

SMÁKÖKURJÓLINÍTALÍAFURUHNETURMARSIPAN

.

Pignoli – ítalskar smákökur

Pignoli – hátíðlegar ítalskar smákökur

  • 200 g marsípan
  • 1dl sykur
  • 2 eggjahvítur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 150 g furuhnetur
  • Flórsykur til að strá yfir.

Setjið marsípan (í sneiðum), sykur, eggjahvítur og vanillu í matvinnsluvél og blandið saman þar til deigið er slétt og vel blandað.

Búið til litlar kúlur, um það bil 3 cm í þvermál, úr deiginu. Veltið hverri kúlu í furuhnetum, þannig að þær þekji yfirborðið.

Raðið kúlunum á bökunarpappírsklædda plötu með smá millibili. Bakið á 175°C í um 15-20 mínútur eða þar til kökurnar eru gullbrúnar á toppnum og stökkar að utan en mjúkar að innan.

Látið kökurnar kólna og stráið flórsykri yfir áður en þær eru bornar fram.

Hér er verið að mynda Pignoli smákökurnar fyrir jólablað Morgunblaðsins.
Jólablað Morgunblaðsins

SMÁKÖKURJÓLINÍTALÍAFURUHNETURMARSIPAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðiterta í potti – sérlega góð og einföld

Súkkulaðiterta í potti. Neyðin kennir naktri konu að spinna eins og þar stendur. Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir bjuggu í tvö ár í Tyrklandi, um tíma þar voru þau hvorki með hrærivél né handþeytara. Helena dó ekki ráðalaus frekar en fyrridaginn þegar fjölskyldunni langaði í tertu, hún fór á netið og fann tertu sem hvorki þurfti að hræra né þeyta. Aðeins bræða í potti, blanda saman og baka. Einföld snilld