Hrukkur hér og þar

Eldhúsbókin 1962 hrukkur ennishrukkur broshrukkur Brosviprur Hrukkuráð úr Eldhúsbókinni Heimilisbókaútgáfan gömul húsráð gott ráð Heimilisbókaútgáfan gaf út Eldhúsbókina á árunum 1958-1986.  Blaðið er hið veglegasta, uppskriftir, fróðleikur, húsráð, handavinna og blómaþáttur svo eitthvað sé nefnt.
Hrukkuráð úr Eldhúsbókinni

Hrukkur hér og þar

Það er gaman að skoða gömul húsráð. Í Eldhúsbókinni í mars 1962 eru þessi fínu ráð um hrukkur.

GÖMUL HÚSRÁÐELDHÚSBÓKIN

.

Heimilisbókaútgáfan gaf út Eldhúsbókina á árunum 1958-1986.  Blaðið er hið veglegasta, uppskriftir, fróðleikur, húsráð, handavinna og blómaþáttur svo eitthvað sé nefnt.

Hrukkur hér og þar

Hrukkur koma fyrr eða seinna, og hver vill ekki forðast þær eins lengi og hægt er?

Ennishrukkur

Það er hreinn og beinn ávani að hrukka ennið. Þegar við tökum eftir því, að við hrukkum ennið, ættum við að taka í taumana í tæka tíð. Við ættum að leyfa okkur að eyða fimm mínútum á hverjum degi í örlítið ennisnudd. Við þurfum aðeins feitt krem, og svo nuddum við með vísifingri og löngutöng í boga frá nefinu og upp ennið. Nuddið jafnt og þétt allan tímann.

Broshrukkur

Brosviprur geta verið fallegar, en þegar þær fara að dýpka og festast, er öðru máli að gegna. Þá er ekkert fallegt við þær. Látið munninn mynda O, berið gott næringarkrem í kring og nuddið með vísifingri og þumalfingri frá hökunni og upp að nefinu. Fimm mínútur hafa undraverð áhrif.

.

Eldhúsbókin

GÖMUL HÚSRÁÐELDHÚSBÓKIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu. Björgu Þórsdóttur kynntist ég þegar hún lærði söng í Listaháskólanum. Hún er annáluð fyrir góðan mat og mataráhuga og við áttum það til að gleyma okkur í matarumræðum í skólanum. Einhverju sinni heyrðist á skrifstofunni „Hvað heitir aftur vinkona þín sem kemur svo oft og talar um mat við þig?" Þá var verið að tala um Björgu sem hér deilir uppskrift frá ömmu sinni.

Bolludagsbollur og vatnsdeigsbollur úr Nýju matreiðslubókinni

Bolludagsbollur - Vatnsdeigsbollur Nýja matreiðslubókin kom út árið 1954 og var til á fjölmörgum heimilum hér á landi. Í bókinni, sem er eftir Halldóru Eggertsdóttur og Sólveigu Benediktsdóttur, eru þrjár bolludagsuppskriftir. Í lesendabréfi sem birtist í Morgunblaðinu sama ár og bókin kom út stendur m.a.: Eg vil svo benda á, að þessi matreiðslubók er einhver sú hagnýtasta og fjölbreyttasta, sem samin hefur veirð á íslenzku, þar sem finna má leiðbeiningar um matargerð, sem eiga við, hvar sem við búum á landinu. Á Nýja matreiðslubókin því erindi til allra þeirra Íslendinga, sem við matargerð fást.  Enginn húsbóndi mun sjá eftir að stuðla að því, að þessi bók verði til á heimili hans.