Sætkartöflumús með hvítu súkkulaði

múskat Sætkartöflumús með hvítu súkkulaði sætar kartöflur hvítt kartöflumús mús Silla Páls
Sætkartöflumús með hvítu súkkulaði. Mynd Silla Páls

Sætkartöflumús með hvítu súkkulaði

1 stór sæt kartafla
2 msk smjör eða kókosolía
1 hvítlauksrif, saxað fínt
smá chili
salt og pipar
1 tsk cummín
1/2 tsk múskat
70-100 g hvítir súkkulaðidropar

Afhýðið kartöfluna, skerið í grófa bita og sjóðið. Hellið af henni vatninu, bætið við smjöri, chili, salti, pipar, cummíni og múskati. Maukið með töfrasprota eða gamla góða kartöflupressaranum. Bætið hvítu súkkulaðidropunum við í restina.

 — SÆTAR KARTÖFLUR  — KARTÖFLUMÚSMÚSKAT — 

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig á að undirbúa sig fyrir mesta smákökuát allra tíma?

Í dag tók ég þátt í að velja bestu smákökurnar í smákökusamkeppni Kornax. Það var sem sagt megasykursukk eftir hádegið. Allt tókst þetta nú vel en álagið fyrir sykurlítinn líkama er þónokkuð. Til að undirbúa mig sem best skrifaði ég Betu næringarfræðingi og fékk hjá henni ráð eins og sjá má hér í viðhengi

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu. Þessi uppskrift ku vera komin frá Michelle Obama. Forsetafrúin er áhugasöm um hollt og gott mataræði, ekki bara í Hvítahúsinu hún hefur talað fyrir því að Bandaríkjamenn borði betri mat.

Þvagsýrugigt – einkenni hurfu með breyttu mataræði

kjot

Þvagsýrugigt - einkenni hurfu með breyttu mataræði. Á dögunum hitti ég mann sem sagði mér frá þvagsýrugigt sem hann þjáðist af til fjölda ára. Þegar hann var verstur vaknaði hann upp á nóttunni með miklar kvalir. Hann fór að lesa sig til og breytti í kjölfarið mataræði sínu, tók út kjöt, kaffi, vín og fleira sýrumyndandi. Við þetta varð hann einkennalaus af gigtinni, án allra lyfja.

Fyrri færsla
Næsta færsla