Spesíur

Spesíur smákökur súkkulaðidropar jólasmákökur jólin jólabakstur góðar smákökur Doppukökur brún augu
Spesíur

Spesíur

Það eru greinilega til ýmsar útgáfur af Spesíunum góðu, sjálfur er ég alinn upp við að súkkulaðidropi sé settur á miðjuna fyrir bökun. Til er að rauð og græn koktelber eru hökkuð með deginu, rifnum appelsínuberki eða sítrónuberki blandað saman við og einhvers staðar sá ég möndlukurl notað. Hjá mömmu fékk ég þessar tvær Spesíuuppskriftir.

VINSÆLUSTU SMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNARSMÁKÖKURJÓLINSMJÖRKÖKURSKÍRT SMJÖR

.

Spesíur

500 g hveiti
400 g smjör
150 g flórsykur
Súkkulaðidropar

 

Spesíur

500 g hveiti
200 g flórsykur
200 g smjör
1 stórt egg eða tvö lítil
Súkkulaðidropar

Blandið öllu nema súkkulaðidropunum vel saman.
Skiptið deiginu í tvo hluta og rúllið þeim í sívalninga, um það bil 4-5 cm í þvermál.
Vefjið deigsívalingnum í plastfilmu og setjið í ísskáp í um það bil 1 klukkustund.

Skerið í þunnar sneiðar og raðið á bökunarplötu með bökunarpappír. setjið súkkulaðidropa á og bakið við 180°C í 8-10 mín. Ofnar eru misjafnir og því þarf að fylgjast vel með bakstrinum.

VINSÆLUSTU SMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNARSMÁKÖKURJÓLINSMJÖRKÖKURSKÍRT SMJÖR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi

Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi. Í barnæsku þóttu mér Royalbúðingar alveg einstaklega góðir - sérstaklega þessi með karamellubragði - og borðaði þá af mikilli áfergju.

Það er ágætt setja tertuna saman og láta hana standa í 5-7 klst áður en hún er borin á borð. Þannig mýkjast botnarnir, en það er ekki gott að hafa þá of mjúka. Í Matarbúri Kaju fékk ég karamelludropa sem ég setti saman við kremið og fékk þar reyndar líka hindberjadropa sem fór saman við jarðarberjarjómann. Hindberjadroparnir gefa bæði bragð og fallegan lit. Hátiðleg terta sem lætur vel í munni og fer vel á öllum veisluborðum.

Þambið ekki nýmjólk

Í staðinn fyrir kaffi og te ætti að drekka mjólk, þar sem nóg er af henni. Þó er ekki gott að þamba tóma nýmjólk, hún hleypur í maganum í stóra osta og er þá tormelt.

Matreiðslubók. leiðbeiningar handa almenningi. Fjóla Stefáns 1916

Sítrónubaka með marengs

Á ættarmótsfundi bauð Vilborg upp á sítrónuböku með marens sem við borðuðum af mikilli áfergju. Sítrónukökur eru í miklu uppáhaldi um þessar mundir - sítrónur eru afar hollar og fólk ætti byrja hvern dag á að kreysta sítrónu út í vatn og drekka.

Tíramisú trufflur

Tíramisú trufflur. Jæja gott fólk, haldið ykkur nú fast, þessar trufflur ertu gjörsamlega óborganlega góðar. Sleppið megruninni og drífið í að útbúa Tiramisútrufflur.

Apríkósuterta

Apríkósuterta

Apríkósuterta. Hér á bæ hefur skapast sú hefð að baka „páskatertuna“ og borða hana á páskadag. Það er bökuð ný terta fyrir hverja páska sem fær titilinn páskaterta ársins. Liturinn á tertunni í ár tónar vel við lit páskanna. Milt kanilbragðið fer vel með apríkósunum.