Spesíur
Það eru greinilega til ýmsar útgáfur af Spesíunum góðu, sjálfur er ég alinn upp við að súkkulaðidropi sé settur á miðjuna fyrir bökun. Til er að rauð og græn koktelber eru hökkuð með deginu, rifnum appelsínuberki eða sítrónuberki blandað saman við og einhvers staðar sá ég möndlukurl notað. Hjá mömmu fékk ég þessar tvær Spesíuuppskriftir.
— VINSÆLUSTU SMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNAR — SMÁKÖKUR — JÓLIN — SMJÖRKÖKUR — SKÍRT SMJÖR —
.
Spesíur
500 g hveiti
400 g smjör
150 g flórsykur
Súkkulaðidropar
Spesíur
500 g hveiti
200 g flórsykur
200 g smjör
1 stórt egg eða tvö lítil
Súkkulaðidropar
Blandið öllu nema súkkulaðidropunum vel saman.
Skiptið deiginu í tvo hluta og rúllið þeim í sívalninga, um það bil 4-5 cm í þvermál.
Vefjið deigsívalingnum í plastfilmu og setjið í ísskáp í um það bil 1 klukkustund.
Skerið í þunnar sneiðar og raðið á bökunarplötu með bökunarpappír. setjið súkkulaðidropa á og bakið við 180°C í 8-10 mín. Ofnar eru misjafnir og því þarf að fylgjast vel með bakstrinum.
— VINSÆLUSTU SMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNAR — SMÁKÖKUR — JÓLIN — SMJÖRKÖKUR — SKÍRT SMJÖR —
.