Bláberjasíldarsalat

Bláberjasíldarsalatið er ekki aðeins bragðgott það er líka afar fallegt síld síldarsalat marineruð síld gott síldarsalat jólasíld síldasalat síldasalöt
Bláberjasíldarsalatið er ekki aðeins bragðgott það er líka afar fallegt

Bláberjasíldarsalat

Bláberjasíld – ferskt síldarsalat sem sameinar hina klassísku marineruðu síld með ljúffengu frískandi bláberjabragði. Nettur hunangskeimur og smá sítrónusafi er fínasta jafnvægi á móti síldinni. Salatið er dásamlegt með góðu rúgbrauði eða hrökkbrauði.

VINSÆLUSTU SÍLDARSALÖTINSÍLDBLÁBERSALÖT — SÍLDARSALÖTRÚGBRAUÐJÓLINRÚGBRAUÐ

.

Bláberjasíldarsalat

200 g marineruð síld, skorin í bita
1 dl fersk eða frosin bláber
1 dl sýrður rjómi
1 dl mæjónes
1 tsk hunang
1 tsk sítrónusafi
1 tsk rifinn sítrónubörkur
Salt og pipar
Smá ferskt dill.

Þerrið síldina og skerið í hæfilega bita.
Blandið sýrðum rjóma, mæjónesi, hunangi og sítrónusafa í skál. Hrærið saman.
Bætið bláberjum saman við og hrærið varlega, þannig að sum þeirra haldist heil en önnur merjist og gefi lit.
Setjið síldina út í og blandið saman.
Smakkið til með salti, pipar og sítrónuberki.
Skreytið með dilli.

Best er að láta salatið standa í ísskáp í nokkra klukkutíma eða yfir nótt til að bragðið nái að „blómstra”. Berið fram með rúgbrauði eða hrökkbrauði.

VINSÆLUSTU SÍLDARSALÖTINSÍLDBLÁBERSALÖT — SÍLDARSALÖTRÚGBRAUÐJÓLINRÚGBRAUÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gerbollubrauðhleifur

Gerbollubrauðhleifur. Það er ótrúlega töff að bera fram stóran hleif af brauðbollum. Hann sómir sér vel á hlaðborði og öllum líkar vel við heimabakað brauðmeti.