Engifersíld – frískandi og bragðmikið síldarsalat

Engifersíld - frískandi og bragðmikið síldarsalat síld síldasalat síldarsalöt jólasíld
Engifersíld – frískandi og bragðmikið síldarsalat

Engifersíld – frískandi og bragðmikið síldarsalat

Engifersíld er fullkomið fyrir þá sem elska að fá bragðmikið og frískandi síldarsalat. Með fersku engifer, smá hunangi og sítrónu fæst ljúffeng blanda sem hentar bæði á veisluborðið og hversdags.

Engiferið gefur síldinni einstakan keim sem minnir kannski lítið eitt á austurlenska matargerð.

VINSÆLUSTU SÍLDARSALÖTINSÍLD — SALÖTENGIFERSÍLDARSALÖTRÚGBRAUÐ

.

Engifersíld

200 g marineruð síld, skorin í bita
1 dl sýrður rjómi
1 dl mæjónes
1 msk ferskt rifið engifer
1 msk hunang
1 tsk sítrónusafi
1 tsk rifinn sítrónubörkur
Salt og pipar
Ferskt kóríander eða dill til skrauts.

Þerrið síldina og skerið í hæfilega bita.
Blandið saman sýrðum rjóma, mæjónesi, engiferi, hunangi og sítrónusafa í skál.
Bætið sítrónuberki út í.
Setjið síldina út í og blandið varlega saman við sósuna.
Smakkið til með salti og pipar.

Látið standa í nokkrar klukkustundir í ísskáp eða yfir nótt.

VINSÆLUSTU SÍLDARSALÖTINSÍLD — SALÖTENGIFERSÍLDARSALÖTRÚGBRAUÐ

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nokkrir ómissandi og gagnlegir punktar úr matreiðslubók frá 1915

Góð lesning sem birtist í matreiðslubók sem gefin var út árið 1915 sem heitir Ný matreiðslubók fyrir fátæka og ríka og greinir m.a. frá ýmislegu um kaffidrykkju. Höfundur bókarinnar er Jóninna Sigurðardóttir.