Sætar kartöflur með kornflexsykurbráð

Sætar kartöflur með kornflex sykurbráð Grafarvogskirkja - bökuð sætkartöflumús sætar kartöflur jóla meðlæti hátíðlegt meðlæti með jólamat meðlæti með kalkúni Sætar kartöflur með kornflexsykurbráð - himneskt meðlæti sem Guðríður Kristinsdóttir galdraði fram.
Sætar kartöflur með kornflexsykurbráð – himneskt meðlæti sem Guðríður Kristinsdóttir galdraði fram.

Sætar kartöflur með kornflexsykurbráð

Himneskt hátíðlegt meðlæti. Bökuð sætkartöflumús með hnetu- og kornflexmulningi ofan á.

SÆTAR KARTÖFLURKORNFLEXJÓLINMEÐLÆTIKARTÖFLUMÚS

.

Sætar kartöflur með kornflex sykurbráð

Sætar kartöflur með kornflexsykurbráð

4 bollar soðnar sætar kartöflur
1 bolli sykur – (má minnka sykurinn ef hentar)
1 1/4 tsk salt
3 stk egg
1 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk vanilludropar
1 msk brætt smjör

Blandið öllu saman og setjið í eldfast mót. Bakið við 180°C í 20 mín.

Ofaná:
5 msk smjör
½ bolli púðursykur
2 bollar Kornflex
½-1 bolli saxaðar hesilhnetur

Blandið saman og dreifið yfir kartöflustöppuna. Bakið í 20 – 30 mín í viðbót á sama hita og áður.

 

Jólaveisla í Grafarvogskirkju, frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.
Sætkartöflurétturinn var ásamt fleiri góðum réttum í jólaveislu starfsfólks Grafarvogskirkju, frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.

SÆTAR KARTÖFLURKORNFLEXJÓLINMEÐLÆTIKARTÖFLUMÚS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostaspesíur Eddu Björgvins

Ostaspesíur. Edda Björgvins hefur glatt þjóðina meira en aðrir síðustu áratugi. Núna fer hún yfir ferilinn í bráðskemmtilegri uppsærslu í Austurbæ. Þar sem leikhópur Eddunnar glímir við “alvarlegan skort á áfengisleysisvandamáli” eins og Bibba segir (þ.e. enginn í hópnum virðist drekka áfengi) þá er stundum boðið uppá eitthvað lekkert og lífrænt eftir sýningar. Á frumsýningu voru það íslensk lífræn jarðarber og hollustusúkkulaði.