Sætar kartöflur með kornflexsykurbráð
Himneskt hátíðlegt meðlæti. Bökuð sætkartöflumús með hnetu- og kornflexmulningi ofan á.
— SÆTAR KARTÖFLUR — KORNFLEX — JÓLIN — MEÐLÆTI — KARTÖFLUMÚS —
.
Sætar kartöflur með kornflexsykurbráð
4 bollar soðnar sætar kartöflur
1 bolli sykur – (má minnka sykurinn ef hentar)
1 1/4 tsk salt
3 stk egg
1 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk vanilludropar
1 msk brætt smjör
Blandið öllu saman og setjið í eldfast mót. Bakið við 180°C í 20 mín.
Ofaná:
5 msk smjör
½ bolli púðursykur
2 bollar Kornflex
½-1 bolli saxaðar hesilhnetur
Blandið saman og dreifið yfir kartöflustöppuna. Bakið í 20 – 30 mín í viðbót á sama hita og áður.
— SÆTAR KARTÖFLUR — KORNFLEX — JÓLIN — MEÐLÆTI — KARTÖFLUMÚS —
.