Sætar kartöflur með kornflexsykurbráð

Sætar kartöflur með kornflex sykurbráð Grafarvogskirkja - bökuð sætkartöflumús sætar kartöflur jóla meðlæti hátíðlegt meðlæti með jólamat meðlæti með kalkúni Sætar kartöflur með kornflexsykurbráð - himneskt meðlæti sem Guðríður Kristinsdóttir galdraði fram.
Sætar kartöflur með kornflexsykurbráð – himneskt meðlæti sem Guðríður Kristinsdóttir galdraði fram.

Sætar kartöflur með kornflexsykurbráð

Himneskt hátíðlegt meðlæti. Bökuð sætkartöflumús með hnetu- og kornflexmulningi ofan á.

SÆTAR KARTÖFLURKORNFLEXJÓLINMEÐLÆTIKARTÖFLUMÚS

.

Sætar kartöflur með kornflex sykurbráð

Sætar kartöflur með kornflexsykurbráð

4 bollar soðnar sætar kartöflur
1 bolli sykur – (má minnka sykurinn ef hentar)
1 1/4 tsk salt
3 stk egg
1 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk vanilludropar
1 msk brætt smjör

Blandið öllu saman og setjið í eldfast mót. Bakið við 180°C í 20 mín.

Ofaná:
5 msk smjör
½ bolli púðursykur
2 bollar Kornflex
½-1 bolli saxaðar hesilhnetur

Blandið saman og dreifið yfir kartöflustöppuna. Bakið í 20 – 30 mín í viðbót á sama hita og áður.

 

Jólaveisla í Grafarvogskirkju, frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.
Sætkartöflurétturinn var ásamt fleiri góðum réttum í jólaveislu starfsfólks Grafarvogskirkju, frá vinstri: Arna Ýrr Sigurðardóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Hilda María Sigurðardóttir. Björgúlfur Egill Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðríður Kristinsdóttir, Þórkatla Pétursdóttir, Sigurður Grétar Helgason og Aldís Rut Gísladóttir.

SÆTAR KARTÖFLURKORNFLEXJÓLINMEÐLÆTIKARTÖFLUMÚS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veisluboð hjá Jónu Kristínu

Veisluboð hjá Jónu Kristínu. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir prestur á Fáskrúðsfirði er mikil sómakona og vandvirk í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er vinnutengt eða annað. Um daginn nefndi ég við hana hvort hún ætti ekki góðan fiskrétt fyrir bloggið, hún var nú til í það. Þegar ég kom á staðinn var búið að leggja fínt á borð og Jóna Kristín búin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Sérlegur aðstoðarmaður var dóttursonurinn Stormur Logi.

Vínberjaterta með pistasíum – óskaplega bragðgóð terta

Vinberjaterta

Vínberjaterta með pistasíum. Ó! það er svo gaman að baka. Baka, baka, baka :) Kannski ekki mjög algengt að hafa vínber, pistasíur og marsipan í einni og sömu tertunni. Amk var ég aðeins tvístígandi hvort ég ætti að prófa, en ég sé ekki eftir því. Óskaplega góð bragðgóð terta og eiginlega betri daginn eftir.