Döðlukaka

 

ÞELAMÖRK hörgárdalur karamellukrem karamella Döðlukaka döðluterta döðlukaka karamella karamellukrem döðlur þelamerkurskóli þelamörk
Döðlukaka

Döðlukaka

Enn eitt gómsæta kaffimeðlætið úr föstudagskaffinu í Þelamerkurskóla

.

DÖÐLUTERTURHÖRGÁRDALURAKUREYRIFÖSTUDAGSKAFFI

.

Döðlukaka

235 gr döðlur
1 tsk matarsódi
120 gr smjör (mjúkt)
5 msk sykur
2 stk egg
3 dl hveiti
½ tsk salt
½ tsk vanilludropa
1 ⅓ tsk lyftiduft.

Döðlur í pott og vatn fljóta yfir láta suðuna koma upp og leyfa þessu aðeins að malla. Láta standa i 3 min, bæta matars við þeyta smjör og sykur vel saman, bæta við 1 &1 eggi. svo hveiti, salt og vanilludr. Bæta svo lyftidufti út í ásamt ½ af döðlumaukinu og svo restina af maukinu.
Smyrja vel 24cm form. Bakist við 180˚ í ca 30-40 mín.

Karamellusósa

120 gr smjör
115 gr púðursykur
½ tsk vanilludropar
¼ bolli rjómi

Allt sett saman i pott og láta suðuna koma upp,lækka og hræra reglulega í pottinum.

Hluti af starfsfólki Þelamerkusskóla, nokkur voru önnum kafin. Aftari röð f.v.: Margrét Óladóttir, Hulda Arnsteinsdóttir, Berglind Vala Valdimarsdóttir kennaranemi, Óli Rúnar Ólafson, Anna Rósa Friðriksdóttir, Ragna Baldvinsdóttir, Sindri Snær Konráðsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Fremri röð f.v. Kolbrún Eva Pálsdóttir, Anna Rós Finnsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Halla Björk Þorláksdóttir.

.

DÖÐLUTERTURHÖRGÁRDALURAKUREYRIFÖSTUDAGSKAFFI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínunipplur – verðlaunakökur

 

Appelsínunipplur. Íslenska lögfræðistofan hélt sína árlegu jólasmákökusamkeppni í gær. Eins og áður var metnaðurinn allsráðandi og fagmennska í öllu - já og keppnisandinn barst um allt hverfið. Og eins og áður vorum við Bergþór dómarar og fengum með okkur gestadómara sem að þessu sinni var Ragnhildur Gísladóttir söngkonan góða en hún á það til að missa sig í bakstri fyrir jólin. Eggert stóð uppi sem sigurvegari. Mandarínubörkurinn og hárrétt bakað marsipanið gladdi bragðlauka dómnefndarinnar.

Salat að hætti Júlla Júll

Júlli júll

Salat að hætti Júlla Júll. Dalvíkurkonungurinn Júlíus Júlíusson er snilldarkokkur. Júlli lætur verkin tala - það malast undan honum verkefnin og helst ætti að vera til Júlli í öllum bæjum á Íslandi....

Fyrri færsla
Næsta færsla