Döðlukaka
Enn eitt gómsæta kaffimeðlætið úr föstudagskaffinu í Þelamerkurskóla
.
— DÖÐLUTERTUR — HÖRGÁRDALUR — AKUREYRI – FÖSTUDAGSKAFFI —
.
Döðlukaka
235 gr döðlur
1 tsk matarsódi
120 gr smjör (mjúkt)
5 msk sykur
2 stk egg
3 dl hveiti
½ tsk salt
½ tsk vanilludropa
1 ⅓ tsk lyftiduft.
Döðlur í pott og vatn fljóta yfir láta suðuna koma upp og leyfa þessu aðeins að malla. Láta standa i 3 min, bæta matars við þeyta smjör og sykur vel saman, bæta við 1 &1 eggi. svo hveiti, salt og vanilludr. Bæta svo lyftidufti út í ásamt ½ af döðlumaukinu og svo restina af maukinu.
Smyrja vel 24cm form. Bakist við 180˚ í ca 30-40 mín.
Karamellusósa
120 gr smjör
115 gr púðursykur
½ tsk vanilludropar
¼ bolli rjómi
Allt sett saman i pott og láta suðuna koma upp,lækka og hræra reglulega í pottinum.
.
— DÖÐLUTERTUR — HÖRGÁRDALUR — AKUREYRI – FÖSTUDAGSKAFFI —
.