Ristorante Riccolo. Albert, Ólafur og Bergþór með eftirréttina fyrir framan sig
Ristorante Piccolo
Nýlega opnaði á Laugavegi 11 ítalski veitingastaðurinn Ristorante Piccolo. Við fórum út að borða með Ólafi afastrák og líkaði vel. Augusta Ólafsson eiganda staðarins stóð vaktina og útskýrði vel fyrir okkur réttina. Águsta er listakokkur og mikil áhugakona um ítalska matargerð, hún lærði matreiðslu hér á landi og í Danmörku.
Ekki hef ég tölu á öllum þeim réttum sem við smökkuðum á – en þeir voru hver öðrum betri. Fyrst er til að taka að matseðilinn er afar vel saman settur – hvorki of né van. Aðeins góðir, vandaðir bragðgóðir réttir. Staðurinn er stílhreinn og þjónustan er lipur og gekk snurðulaust fyrir sig.
Ristorante PiccoloBistecca. Nauta ribeye með steiktu grænmeti og rauðvínssósu. Lostæti.Carbonara með Guanciale, skalottulauk, eggjarauðum, pipar og grana padono. Eitt besta Carbonara sem ég hef smakkað uppáhaldsrétturinn okkar allra.Arancini di Riso, stökkar djúpsteiktar sikileyskar hrísgrjónakúlur, fylltar hægelduðum kálfaskanka og bornar fram með gremolata.Bruschetta al Pomodoro með tómötum, mascarpone, ólífum, balsamik, ólífuolíu og basiliku.Vitello tonnato. Kálfakjöt, túnfiskmajó, marineraður túnfiskur, klettasalat, kapers og grana padanoQuattro stagioni með tómatsósu, mozzarella, portobello sveppum, skinku, ætiþistlum og ólífum.Parma e rucola með parmaskinku, klettasalati,mozzarella, grana padano og pestói.Við smökkuðum þrjá eftirrétti: Tiramisu og kaffiís. Panna Cotta appelsínuhlaup með greipaldin og hunangsflögum og tvær tegundir af gæða rjómaís með stökku kurli.Albert með Augustu Ólafsson eiganda Ristorante Piccolo
Jólaævintýri Marentzu Poulsen á Flórunni. Marentza Poulsen hefur kennt okkur margt. Fyrst man ég eftir henni þegar hún stóð vaktina við jólahlaðborðin á Loftleiðum. Með bros á vör benti hún fólki að fara margar ferðir og blanda ekki öllu saman. Síðan hef ég fylgst með öllu sem frá henni kemur af miklum áhuga.
Kollu-kókosbolluterta. Fátt er betra er mjúkar kókosbollur en þær má líka nota til matargerðar. Það vill svo vel til að við fáum stundum splunkunýjar kókosbollur beint úr verksmiðjunni og á getur verið erfitt að hemja sig...
Paëlla (borið fram paeja). Við úðuðum í okkur bæði paellu og katalónsku systur hennar fiduea (þá er pasta í stað hrísgrjóna) á Spáni á dögunum og byrjuðum strax að prófa okkur áfram þegar við komum heim meðan upplifunin var í fersku minni.