Döðlukaka

 

ÞELAMÖRK hörgárdalur karamellukrem karamella Döðlukaka döðluterta döðlukaka karamella karamellukrem döðlur þelamerkurskóli þelamörk
Döðlukaka

Döðlukaka

Enn eitt gómsæta kaffimeðlætið úr föstudagskaffinu í Þelamerkurskóla

.

DÖÐLUTERTURHÖRGÁRDALURAKUREYRIFÖSTUDAGSKAFFI

.

Döðlukaka

235 gr döðlur
1 tsk matarsódi
120 gr smjör (mjúkt)
5 msk sykur
2 stk egg
3 dl hveiti
½ tsk salt
½ tsk vanilludropa
1 ⅓ tsk lyftiduft.

Döðlur í pott og vatn fljóta yfir láta suðuna koma upp og leyfa þessu aðeins að malla. Láta standa i 3 min, bæta matars við þeyta smjör og sykur vel saman, bæta við 1 &1 eggi. svo hveiti, salt og vanilludr. Bæta svo lyftidufti út í ásamt ½ af döðlumaukinu og svo restina af maukinu.
Smyrja vel 24cm form. Bakist við 180˚ í ca 30-40 mín.

Karamellusósa

120 gr smjör
115 gr púðursykur
½ tsk vanilludropar
¼ bolli rjómi

Allt sett saman i pott og láta suðuna koma upp,lækka og hræra reglulega í pottinum.

Hluti af starfsfólki Þelamerkusskóla, nokkur voru önnum kafin. Aftari röð f.v.: Margrét Óladóttir, Hulda Arnsteinsdóttir, Berglind Vala Valdimarsdóttir kennaranemi, Óli Rúnar Ólafson, Anna Rósa Friðriksdóttir, Ragna Baldvinsdóttir, Sindri Snær Konráðsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Fremri röð f.v. Kolbrún Eva Pálsdóttir, Anna Rós Finnsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Halla Björk Þorláksdóttir.

.

DÖÐLUTERTURHÖRGÁRDALURAKUREYRIFÖSTUDAGSKAFFI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi. Á ferðalagi í Grikklandi fyrir mörgum árum bragðaði ég ferskar fíkjur í fyrsta skipti. VÁ! hvað þær brögðuðust vel. Það er langur bragðvegur frá þurrkuðum fíkjum til þeirra fersku.

Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

Döðlunammi Elvu Óskar. Var svo ljónheppinn að vera „óvart" staddur í Óperunni þegar aðstendur óperunnar Mannsraddarinnar gerðu sér glaðan dag með ýmsu góðgæti (lesist: #éggerðimérferðþangaðþegarégfréttiaföllukaffimeðlætinu) Óperan Mannsröddin (La Voix Humaine) eftir Francis Poulenc, er byggð á samnefndu leikriti eftir Jean Cocteau. Óperan er ljóðrænn harmleikur í einum þætti sem fjallar um síðasta símtal konu til elskhuga síns sem hefur fundið ástina annars staðar.

Pipplingar – 2. sætið í smákökusamkeppni

IMG_3723

Pipplingar - 2. sætið í smákökusamkeppni Kornax 2015. Í umsögn dómara heyrðist meðal annars þetta:
"Piparmyntubragðið mátulegt, snilld að hafa sítrónu með í uppskriftinni. Það skilaði sér mjög vel" "Piparmyntusúkkulaði og jarðarber eiga auvitað alltaf vel saman. Frágangur snyrtilegur"
"Passlegt myntubragð, bragðgóður botn og skemmtilegt mótvægi í ávöxtunum"
"virkilega góð samsetning og góð kaka"

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu. Þessi uppskrift ku vera komin frá Michelle Obama. Forsetafrúin er áhugasöm um hollt og gott mataræði, ekki bara í Hvítahúsinu hún hefur talað fyrir því að Bandaríkjamenn borði betri mat.

Fyrri færsla
Næsta færsla