Á jarðhæðinni á Edition hótelinu í miðborg Reykjavíkur er hinn glæsilegi veitingastaður Tides. Síðustu tvö ár hefur Tides fengið meðmæli frá Michelin (Michelin’s Guide recommendation) og stendur vel undir þeirri heiðursnafnbót. Allir réttirnir voru fallega framsettir og bragðgóðir, já og ólíkir. Það er þægilegt andrúmsloft á Tides og notaleg tónlist. Ekki er úr vegi að skreppa upp á The Roof, barinn á efstu hæð fyrir eða eftir matinn, eða hvort tveggja. Þar er ævintýralegt útsýni.
Mikael, einn af kokkunum kom til okkar í upphafi og mælti með nokkrum réttum sem var vel þegið – við fórum í einu og öllu að hans ráðum og vorum ekki sviknir af. Í framhaldinu kom kokkaneminn Úlfar með flesta réttina á borðið, greinilega á réttri hillu í þessu listræna fagi. Yfirkokkurinn á Tides heitir Alexandre Paiva frá Ítalíu en Ramesh frá Búlgaríu stjórnaði vaktinni þegar við vorum þarna. Þjónninn okkar var hinn portúgalski Bernardo. Allir voru þeir afskaplega þægilegir og upplýstu okkur um réttina sem á boðstólum voru.
Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.
Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.
Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.