Carnivore mataræði – matur læknar

Sveinn V. Björgvinsson Fyrir og eftir Carnivore mataræðið
Fyrir og eftir Carnivore mataræðið

Carnivore mataræði – matur læknar

Sveinn V. Björgvinsson setti inn á Carnivore Tribe hópinn á fasbókinni eftirfarandi sögu sem hér birtist með góðfúslegu leyfi hans. Eftir þrjá og hálfan mánuð á Carnivore mataræði gerðist margt gott eins og sjá má hér að neðan:

MATUR LÆKNARKJÖT

.

Góðan daginn.
Ég hef verið beðin að deila þessari reynslu með ykkur. Vonandi gagnast það einhverjum á einhvern máta. Eiginkona mín hefur svo aðra sögu að segja og munum við pósta henni hérna í kjölfarið.

Í apríl 2024 var ég 114 Kg (stundum þyngri). Ég var með áunna sykursýki, týpu 2 sem sagt, og var á sykurtöflum og Ozempic, léttist ekki neitt. Ég var á blóðfitulyfjum, kvíðalyfjum, og átti svo sterk kvíðalyf þegar mikið lá við. Testosteron í mér í lágmarki. Ég vaknaði alltaf, þ.e. þegar ég náði að sofa, þurr í munni vegna þess að ég hraut meira en gott þykir og þurfti helst að sofa í öðru rými en hjónaherberginu svona til þess að frúin gæti sofið í friði. Orkulaus alla daga. Liðverkir að ganga frá mér. Allskonar önnur líkamleg óþægindi. Lítið úthald í vinnu, starfa sem málari, alltaf þreyttur.

Einn morguninn í apríl opnaði ég lyfjaskúffuna mína og fékk nóg. 48 ára, á þrjú börn… þetta gekk ekki. Ég tók ákvörðun þarna að prófa „Carnivore“ mataræði. Þremur vikum seinna horfði frúin á mig og sagði „ég ætla að gera þetta líka“. Fyrstu ca. 5 mánuðina var ég það sem mætti kallast „strict Carnivore“ þ.e. borðaði bara kjöt, fisk, egg og smjör, og notaði einnig hamsatólg til að elda upp úr. Í dag er ég ca. 90%, ég fæ mér af og til eitthvað sem ég hef ekkert með að gera, en lítur vel út á diski 😊Ég drekk líka ósykraða gosdrykki og bjór/vín þegar mig langar til þess.

Það vildi svo til að ég fór í blóðprufu skömmu áður en ég tók þessa ákvörðun. Ég fór svo aftur í blóðprufu þremur og hálfum mánuði seinna.

Á þessum þremur og hálfa mánuði þá gerðist þetta:
1. Hættur á blóðfitulyfjum.
2. Sykursýki 2 horfin, lyfin í tunnuna.
3. Hættur á kvíðalyfjunum (ég á samt nokkrar sterkar þegar mikið liggur við til öryggis)
4. Hættur að hrjóta
5. 20Kg (sturlaður léttir)
6. Liðverkir hurfu
7. Testosteron fór úr 12 í 18 (og sálin maður!!)
8. Fatastærð, ja, fullur ruslapoki af fötum í tunnuna, úr tæplega 3xl skyrtum í L aðþrengdum. Buxnastærð úr 46 í 32.
9. Laus við mikla flösu og roða í hársverði
10. Laus við excem á bringunni
11. Uppþemda svo gott sem horfin. Kemur ef ég fæ mér grænmeti eða brauð með matnum.

Í dag er ég að meðaltali um 84 Kg, sem eru 30 kg niður frá því ég byrjaði. Ég get unnið endalaust, ég sef flestar nætur, ég er miklu betri í skapinu og bara allskonar fínerí.
Ég vona að þessar upplýsingar gagnist einhverjum.

Ég er ekki að selja neitt eða reyna að koma einhverjum í eitthvað prógram, bara að leggja til málanna 😊

MATUR LÆKNARKJÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.