Finnsson – restaurant

 

Finnsson bistro restaurant kringlan guðrún pétursdóttir restaurants in reykjavík iceland islande
Albert, Guðrún Pétursdóttir og Bergþór á Finnsson í Kringlunni

Finnsson – restaurant

Í Kringlunni er perla, veitingahúsið Finnsson. Hönnunin er með karakter og minnir á allt annað en verslunarmiðstöð, hlýleg svo af ber, óvenjulegt veggfóður, bambus ljósakrónur og myndlist eftir Daða Guðbjörnsson og fleiri. Engin vistarvera hefur orðið út undan, m.a.s. eru salerni smart.
Þó að staðurinn sé stór, tekur hann utan um gesti. Leikhúsgestir eru mikilvægur hópur og oftar en ekki er fullbókað fyrir leiksýningu, en hljóðvist er einstaklega góð og notalegt andrúmsloft.

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Við settumst t.d. í þægilegan „business básinn“ í miðjum sal, en einnig er hægt að velja prívat herbergi fyrir allt að 12 manns. Svolítið ævintýraland þessi staður.
Finnsson var settur á laggirnar í lok covid, en á sér forföður sem er Argentína við Barónsstíg með sínum dúndursteikum. Hjartað í Finnsson eru líka steikur og leitar þannig upprunans, þó að vissulega séu bæði hamborgarar og frábær fiskur á boðstólum.

En steikurnar, maður minn, það liggur við að það sé nóg að fá gaffal, enda er sérfræðingurinn Óskar Finnsson heilinn á bak við hráefnið og matreiðsluna. Red and white ribeye frá Póllandi var valið besta ribeye Evrópu. Við erum að tala um gæði og klassa.

Ekki svíkur þjónustan, Finnur sonur Óskars og Maríu sá um okkur af fagmennsku natni og alúð.

Finnsson – restaurant

Finnsson í Kringlunni
Hlýlegt á Finnsson í Kringlunni
Nauta carpaccio með jarðskokkum, parmesan osti, truffluolíu og heimalöguðu pestó
Rauðrófu carpaccio með gráðosti
Ofnbakaður bóndabrie m/ristuðu hnetukurli og hunangi, ristað brauð og bláberjasulta
Red and white ribeye frá Póllandi, var valið besta í Evrópu
Þorskur með brokkolini, dill eplum og andafitusteiktum kartöflum
Kálfakjöt með andafitusteiktum kartöflum
Eton Mess er enskur eftirréttur sem samanstendur af berjablöndu, marengsbitum og þeyttum rjóma, bara eins og í fermingunni
Lemon Lemon Tart, sítrónubaka með ítölskum marengs
San Sebastian er bökuð ostakaka og kemur frá samnefndri borga á Spáni. Borin fram með hvítsúkkulaðikurli og karamellusósu.

Mikið úrval er af freyðivíni á Finnsson, bæði áfengu og óáfengu
Albert, Reynir Már Guðjónsson, Finnur Óskarsson og Bergþór

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIRBISTRO

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.