
Finnsson – restaurant
Í Kringlunni er perla, veitingahúsið Finnsson. Hönnunin er með karakter og minnir á allt annað en verslunarmiðstöð, hlýleg svo af ber, óvenjulegt veggfóður, bambus ljósakrónur og myndlist eftir Daða Guðbjörnsson og fleiri. Engin vistarvera hefur orðið út undan, m.a.s. eru salerni smart.
Þó að staðurinn sé stór, tekur hann utan um gesti. Leikhúsgestir eru mikilvægur hópur og oftar en ekki er fullbókað fyrir leiksýningu, en hljóðvist er einstaklega góð og notalegt andrúmsloft.
— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR —
.
Við settumst t.d. í þægilegan „business básinn“ í miðjum sal, en einnig er hægt að velja prívat herbergi fyrir allt að 12 manns. Svolítið ævintýraland þessi staður.
Finnsson var settur á laggirnar í lok covid, en á sér forföður sem er Argentína við Barónsstíg með sínum dúndursteikum. Hjartað í Finnsson eru líka steikur og leitar þannig upprunans, þó að vissulega séu bæði hamborgarar og frábær fiskur á boðstólum.
En steikurnar, maður minn, það liggur við að það sé nóg að fá gaffal, enda er sérfræðingurinn Óskar Finnsson heilinn á bak við hráefnið og matreiðsluna. Red and white ribeye frá Póllandi var valið besta ribeye Evrópu. Við erum að tala um gæði og klassa.
Ekki svíkur þjónustan, Finnur sonur Óskars og Maríu sá um okkur af fagmennsku natni og alúð.
Finnsson – restaurant
–













— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR — BISTRO —
.