
Magnaður morgungrautur – Overnight oats
Overnight oats, sem kalla má Magnaðan morgungraut, er einfaldur og hollur morgunverður. Hann er búinn til með því að láta hafra, fræ og mjólk að eigin vali liggja í bleyti yfir nótt, og úr verður rjómakennd og næringarrík máltíð sem er tilbúin að morgni.
Þessi útgáfa inniheldur glútenlausa hafra, chiafræ, kasjúhnetur og döðlur, sem gefa náttúrulega sætu og góða áferð. Þú getur skreytt grautinn með bláberjum eða öðrum uppáhaldsávöxtum. Fullkomið fyrir annasama morgna eða sem hressingu til að taka með sér út í daginn!
🫐
— OVERNIGHT OATS – MORGUNVERÐUR — CHIAGRAUTUR — GLÚTENLAUS — ENGLISH —
🫐
Magnaður morgungrautur – Overnight oats
1 msk chiafræ
½ söxað daðla
1 msk saxaðar kasjúhnetur
1 ⅔ dl mjólk (haframjólk, möndlumjólk, sojamjólk)
Bláber til skrauts.
Skreytið með bláberjum og kasjúhnetum.