
Sérrýfrómas ömmu
Hinn kornungi Stormur Fannarsson er nemandi Bergþórs og vinur okkar síðan hann átti sem barn heima í sama stigagangi og við. Hann tók þátt í Tosku í Óperunni og söng titilhlutverkið í Grease í Hagaskóla, svo eitthvað sé nefnt. Eins og algengt er með okkar glæsilega unga fólk, vinnur Stormur með menntaskólanum á Fiskmarkaðnum, en þar var haldin keppni um jóladesertinn og Stormur sigraði með sérrýfrómasuppskrift fjölskyldunnar – sérrýfrómasinn endaði á jólaseðli Fiskmarkaðarins. Það er gaman þegar uppskriftir ganga milli kynslóða, en uppskriftina fékk Stormur frá ömmu sinni, Drífu Kristjánsdóttur.
— FRÓMAS — EFTIRRÉTTIR — STORMUR — SÉRRÝ —
.

Sérrýfrómas ömmu
5 egg
5 matskeiðar sykur
1/2 l rjómi
7 blöð matarlím
50 gr súkkulaði (ég set nú meira eða uppundir 100 gr.)
100 – 150 gr makkarónukökur
1 dl sérrý
Taka matarlímsblöðin og setja þau í bleyti í kalt vatn. Þegar þau eru orðin mjúk þá taka þau og vinda í hendinni og setja í pott sem er í vatnsbaði. Setja sherryið úti en ekki hita mikið. Nota bara heita vatnið utanum pottinn og leyfa öllu að leysast upp og saman.
Nú þarf að skipta egginu í rauður og hvítur. Passa að láta engar eggjarauður komist í hvíturnar. Ef það mistekst að skilja eggið þ.e.í hvítu og rauður þá er um að gera að setja það í sér skál og hægt að gera ís úr egginu nú eða eitthað annað þar sem ekki þarf að hafa hvítur og rauður í sitthvoru lagi.
Eggjarauður og sykur þeytt vel saman.
Rjómi þeyttur sér.
Eggjahvítur þeyttar sér.Um að gera að þeyta þær vel og af krafti því þá verðar þær stífar og fínar.
Makkarónukökurnar settar í plastpoka og marðar (settar í mylsnu)
Öllu blandað saman
Ég blanda fyrst í eggjarauðurnar og sykurinn þ.e. makkarónukökunum og súkkulagðinu eftir að hafa þeytt rauður og sykur vel saman.
Svo set ég hægt og hræri ekki mikið rjóma og eggjahvítum.
Loks fer matarlímið og sérrýið útí blönduna og blanda hægt svo matarlímið kekkist ekki. Passa að hafa ekki of heitt.
— FRÓMAS — EFTIRRÉTTIR — STORMUR — SÉRRÝ —
.