Lime-, kókos- og rommís

Lime-, kókos- og rommís
Lime-, kókos- og rommís sem Hulda Steinunn útbjó

Lime-, kókos- og rommís

Alveg kjörinn frískandi eftirréttur.

EFTIRRÉTTIRRJÓMAÍSLIMEROMMHULDA STEINUNN

🍋‍🟩

Lime-, kókos- og rommís. Uppskrift fyrir 4-6 manns

200 ml rjómi
400 ml kókosmjólk
150 g sykur
75 ml limesafi
rifinn börkur af 2 lime
2 msk romm.

Í þessari uppskrift er notast við ísgerðarskál, setja skal skálina í frysti daginn áður. Setjið rjóma, kókosmjólk og 100 g af sykri í pott. Hitið þar til sykurinn hefur leyst upp, kælið þá og frystið. Setjið 50 g af sykri, lime safann og börkinn í pott. Hitið þar til sykurinn hefur bráðnað, lækkið þá hitann þar til sýrópið hefur þykknað örlítið, kælið þá og frystið.

Þegar báðar blöndurnar eru hálffrostnar, blandið þeim þá saman í hrærivélaskál á meðalhraða, þar til þær hafa blandast vel saman og bætið romminu saman við. Hellið blöndunni í ísgerðarskálina og hrærið á lágum hraða þar til blandan er næstum því stíf. Setjið í ílát og geymið í frysti yfir nótt áður en ísinn er borinn fram.

EFTIRRÉTTIRRJÓMAÍSLIMEROMMHULDA STEINUNN

🍋‍🟩

Auglýsing

Meira úr sama flokki

52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017

52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017. Markmið síðasta árs var að birta borðsiðafærslur(kurteisisfærslur) á blogginu einu sinni í viku - allt árið. Markmið þessa árs er að fá 52 til að útbúa góðgæti fyrir bloggið og birta hér myndir og uppskriftir. Gestabloggararnir fá alveg frjálsar hendur, sumir útbúa einn rétt, aðrir eru með kaffiboð og sumir með matarboð.

Það er sem sé kominn sérhnappur með gestabloggurum

BEINÞYNNING og mjólk

Er mjólk góð? IMG_2859

BEINÞYNNING og mjólk. Stundum er því haldið fram að við þurfum að drekka mjólk til að forðast beinþynningu, sérstaklega hefur þessu verið haldið að konum.  Neysla á mjólkurvörum í heiminum er mest í Finnlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Englandi. Það merkilega er að beinþynning mælist mest hjá Finnum, Svíum, Bandaríkjamönnum og Englendingum.

Stöðfirskt gelgjufóður

Stöðfirskt gelgjufóður. Af misjöfnu þrífast börnin best. Þegar ég var barn borðaði ég allskonar fóður, sem mig langar ekkert að smakka í dag. Hjá Ástu Snædísi í Brekkunni á Stöðvarfirði er afar vinsælt hjá unglingum staðarins það sem kallað er gelgjufóður.