
Lime-, kókos- og rommís
Alveg kjörinn frískandi eftirréttur.
— EFTIRRÉTTIR — RJÓMAÍS — LIME — ROMM — HULDA STEINUNN —
🍋🟩
Lime-, kókos- og rommís. Uppskrift fyrir 4-6 manns
200 ml rjómi
400 ml kókosmjólk
150 g sykur
75 ml limesafi
rifinn börkur af 2 lime
2 msk romm.
Í þessari uppskrift er notast við ísgerðarskál, setja skal skálina í frysti daginn áður. Setjið rjóma, kókosmjólk og 100 g af sykri í pott. Hitið þar til sykurinn hefur leyst upp, kælið þá og frystið. Setjið 50 g af sykri, lime safann og börkinn í pott. Hitið þar til sykurinn hefur bráðnað, lækkið þá hitann þar til sýrópið hefur þykknað örlítið, kælið þá og frystið.
Þegar báðar blöndurnar eru hálffrostnar, blandið þeim þá saman í hrærivélaskál á meðalhraða, þar til þær hafa blandast vel saman og bætið romminu saman við. Hellið blöndunni í ísgerðarskálina og hrærið á lágum hraða þar til blandan er næstum því stíf. Setjið í ílát og geymið í frysti yfir nótt áður en ísinn er borinn fram.
— EFTIRRÉTTIR — RJÓMAÍS — LIME — ROMM — HULDA STEINUNN —
🍋🟩