Páskaostakaka

Páskaostakaka chrissie telma guðmundsdóttir listaháskólinn fiðluleikari ostakaka ostaterta
Páskaostakaka

 

Páskaostakaka 🍰

Chrissie Telma Guðmundsdóttir heldur úti Chrissie´s Kitchen á Instagram og setti þar inn einstaklega girnilega páskatertu. Auk þess að vera flink í eldhúsinu er hún ekki síður flink sem fiðluleikari en leiðir okkar lágu fyrst saman þegar hún stundaði nám í Listaháskólanum.

Það er hefð á Albert eldar síðunni að birta páskatertu hvers árs – Páskaostakaka Chrissiar verður páskatertan í ár. Páskatertulistinn er HÉR.

PÁSKA…OSTAKÖKURHAFRAKEX

💛

Chrissie Telma Guðmundsdóttir
Páskaostakaka

Páskaostakaka

100g gróf Digestive hafrakex
50g ladyfingers
75g brætt smjör

300g rjómaostur
150g mascarpone ostur
100g flórsykur
200g þeyttur rjómi
Cadbury Mini egg poki, mylja með kökukefli

Botninn
Byrja á að mylja í matvinnsluvél gróf digestive hafrakex og ladyfingers. Bæti síðan bræddu smjörinu við. Set bökunarpappír í hringlaga kökuform og helli kex blöndunni í botninn.

Ostafylling
Þeyti saman rjómaost og mascarpone ost ásamt flórsykrinum. Þeyti síðan rjómann í aðra skál og hræri saman með sleif við ostablönduna. Nota síðan kökukefli við að mylja litlu páskaeggin og bæta útí. Helli siðan blöndunni yfir kex botninum og skelli í frysti í 1 klst.

Skreyta síðan með þeyttum rjóma og fleiri Mini eggs!

Páskaostakaka

PÁSKA…OSTAKÖKURHAFRAKEX

💛

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)