
Páskaostakaka 🍰
Chrissie Telma Guðmundsdóttir heldur úti Chrissie´s Kitchen á Instagram og setti þar inn einstaklega girnilega páskatertu. Auk þess að vera flink í eldhúsinu er hún ekki síður flink sem fiðluleikari en leiðir okkar lágu fyrst saman þegar hún stundaði nám í Listaháskólanum.
Það er hefð á Albert eldar síðunni að birta páskatertu hvers árs – Páskaostakaka Chrissiar verður páskatertan í ár. Páskatertulistinn er HÉR.
— PÁSKA… — OSTAKÖKUR — HAFRAKEX —
💛


Páskaostakaka
100g gróf Digestive hafrakex
50g ladyfingers
75g brætt smjör
300g rjómaostur
150g mascarpone ostur
100g flórsykur
200g þeyttur rjómi
Cadbury Mini egg poki, mylja með kökukefli
Botninn
Byrja á að mylja í matvinnsluvél gróf digestive hafrakex og ladyfingers. Bæti síðan bræddu smjörinu við. Set bökunarpappír í hringlaga kökuform og helli kex blöndunni í botninn.
Ostafylling
Þeyti saman rjómaost og mascarpone ost ásamt flórsykrinum. Þeyti síðan rjómann í aðra skál og hræri saman með sleif við ostablönduna. Nota síðan kökukefli við að mylja litlu páskaeggin og bæta útí. Helli siðan blöndunni yfir kex botninum og skelli í frysti í 1 klst.
Skreyta síðan með þeyttum rjóma og fleiri Mini eggs!

— PÁSKA… — OSTAKÖKUR — HAFRAKEX —
💛