Albert, Sigurður Laufdal, Gísli Þór og Bergþór á Lólu
Lóla restaurant
Við Tryggvagötu er veitingastaðurinn Lóla restaurant, hann kom heldur betur á óvart. Það var þéttsetið af fallega og flotta fólkinu og greinilegt að þarna var kominn lúxus staður.
Strax þegar annars vegar focaccia kemur með ólífuolíu, perlulauk og salvíu. Þeytt Riccotta kemur með sætri chili sósu, tómötum og oregano. Hins vegar gnocchi með parmesan og ítalskri skinku, vissum við að við værum á stað með sælustjörnu („Michelin“ stjarna Alberts eldar), enda er stjörnukokkurinn Sigurður Laufdal ábyrgur fyrir lostætinu. En það er ekki bara frábær matur, heldur líka þjónustufólk, fallegar stelpur og sérlega góðar á manninn, sem búa til andrúmsloft vellíðunar.
Veitingastaðurinn Lóla er vel staðsett í miðbænum, við Tryggvagötu, en samt er hægt að fá stæði beint á móti.
Lóla restaurant fer beint á topp þrjú yfir bestu veitingastaði á Íslandi
Við byrjuðum á þremur kokteilum: Appelsínu-vanillu, the pink one (sítróna, brómber) og tonic.La Focaccia di Lóla (um það bil það besta sem við höfum smakkað) með því var ricotta, chili, tómötum og óreganóGnocchi Fritti, jamon iberico, parmesan og chili hunangSashimi. Hamachi fiskur barst um morguninn frá Japan, alveg dúnmjúkur, með kapers, lauk, sikileyskri sítrónu og fenniku.Agnolotti, geitaostur, brenndar fíkjur, salvía, kanillHumar tortellini með kanadískum humar inni í, rautt karrý, kókos, dannangall og thai basilíkaIberico spænskt nautakjöt, polenta franskar, aleppo zabaglione barolo og kapers lauf, padron pipar. Mjúkt kjöt, bragðgott með fitu, paprikan góð, góð samsetning,Bergþór, Gísli Þór og Albert á veitingastaðnum LóluWhat the duck perur og döðlutoffee perur rósmarín hvítt sesam – skemmtileg útgáfa.Einstaklega ljúffengur ís, gelato/sorbet alveg svakalega góður, jarðarber þurrkuð mjólk
Svikið útlent berjamauk (syltutöj)
Töluvert er hér notað af útlendu berjamauki (syltutöj). Er það illa farið, því að bæði er það óhollasta ávaxtanautnin og útlenda berjamaukið oft svikið, og sorglegt að vita til þess, hve miklir peningar fara út úr landinu fyrir það og saft, sem lítið á skylt við ávexti, sem að eins er sykurlögur litaður með anilínlit. Af innlendum ávöxtum höfum vér aðallega ber. Rabarbara má nota á sama hátt sem ávexti (handa heilbrigðu fólki). Rabarbari ætti að vera til á hveru einasta íslenzku heimili, því að hann getur vaxið svo að segja fyrirhafnarlaust.
Eplaferningar. María frænka mín einstaklega flink í eldhúsinu og er líka súpergóður gestgjafi. Ég á óteljandi margar dásemdarstundir í eldhúsinu hennar og við eldhúsborðið. Eitt sinn bauð hún Sætabrauðsdrengjunum í kvöldkaffiog það var hún sem bakaði færeysku eplakökuna. María bauð okkur mömmu í kaffi og mömmu sinni líka sem er föðursystir mín. Auk eplaferninganna var heimabakað brauð með allskonar áleggi, bakaður gullostur með sírópi og furuhnetum og ég man bara ekki hvað og hvað...
Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum. Við vorum í matarboði hjá Þóru Fríðu og Baldri. Með hægeldaða lambalærinu var þetta mexíkóska meðlæti. Mjög gott og hentar bæði sem meðlæti og sem sér réttur.