Fiskmarkaðurinn við Aðalstræti

Þórhildur Helga, Albert og Bergþór á Fiskmarkaðnum í Aðalstræti restaurant reykjavik aðalstræti fishmarket
Þórhildur Helga, Albert og Bergþór á Fiskmarkaðnum í Aðalstræti

Fiskmarkaðurinn

Fiskmarkaðurinn er smart staður, gamli panellinn og bambus kallast á og ljósakrónurnar eru töff.
Þjónustan er einnig sérlega létt, lipur og þægileg. Lilja sá vel um okkur, hvorki of né van og vissi allt sem okkur langaði að vita.
Framreiðslan er áberandi smekkleg og hlýtur að vera með þeim flottustu á landinu, eins og sjá má af myndunum, en kokkurinn, hann Nick er íslenskur þrátt fyrir nafnið, en fæddur á Filippseyjum. Maturinn er listaverk, þannig að hann má kallast listakokkur með rentu.

Fiskmarkaðurinn er nútímalegur íslenskur veitingastaður með asísku ívafi

FISKMARKAÐURINNVEITINGASTAÐIR — ÍSLANDÞÓRHILDUR HELGA

.

Á forréttaplattanum voru andasalat, gullsporði (hamachi) og Wagyu (besti nautabitinn) tataki: 1. Andasalat (grafin vatnsmelóna, pomelo og wafu dressing) Aldeilis hressandi sítrus dressing. 2. Gullsporði (hamachi), skorinn í sneiðar með truffludressingu og grænu chili. Hamachi er skyldur túnfiski frá Japan, ákaflega mildur og notalegur með sterku soya bragði 3. Wagyu tataki, wagyu er besta nautakjötið, svartpipar soja, trufflur og vorlaukur Sturlað gott.
Maki rúllur: eldfjallahumarmaki, humartartar með 7 spice krydd og chili, borið fram á laxa- og gúrku maki-rúllu.
Kóngarækjur með melónukúlum
FISKMETI:
Á næsta platta var fiskmeti, maki, nigiri og sashimi. Með þessu fengum við belgbaunir, s.k. Edamame Sweet Spicy (sósumix).  Þegar fiskmetið var komið ofan í maga,, lögðumst við á beit með baunirnar, hrikalega gott sesam bragð). Einnig fengum við kóngarækjur með melónukúlum.1. Maki rúllur: eldfjallahumarmaki, humartartar með 7 spice krydd og chili, borið fram á laxa- og gúrku maki-rúllu. 2. Nigiri: með hrísgrjónum feitur lax, gullsporði, smálúða sett í rauðrófusalat, teriyaki lax, bleikja, túnfiskur 3. Sashimi: fiskur á klaka, án hrísgrjóna, smálúða, gullsporði, besti bitinn af laxi, túnfiski, bleikju og lúðu, skorið í fullkomna sashimi bita.
Óáfengir BASIL OG FRUITY ONE
Miso marineraður þorskur “black cod”, borinn fram með kókoshrísgrjónum og Kimchi
Iberico svínakjöt, svartpipar, miso, perur og trufflu-soya-majó.
EFTIRRÉTTIR: Súkkulaðikaka með vanillusorbet Ostakaka með marengs, ólýsanleg unaðstilfinning! Yuzu chawan muchi Japanskur búðingur og 3 sorbetar
Bergþór og Albert fyrir framan Fiskmarkaðinn í Aðalstræti

FISKMARKAÐURINNVEITINGASTAÐIR — ÍSLANDÞÓRHILDUR HELGA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu. Verð nú bara að fá að deila því með ykkur að ég fékk senda þessa dásamlegu matarmiklu körfu frá Búrinu. Þara er stórt stykki af Gráðaosti, Sandeman portvín (það má víst ekki segja Púrtvín lengur), einhverri dásamlegri fíkju, hnetukexi og ég veit bara ekki hvað og hvað. Það er bara fátt sem gleður mig meira þessa dagana. Gráðosturinn fær sparimeðferð og dekur hjá Búrverjum. Þar er nostrað við hann skrúbbaður vel og settur í Sandemans Portvínsbað í 3-4 vikur. Eftir þann tíma verður osturinn gullfallegur og vínrauður og öll sætan úr víninu fer djúpt inni ostinn... algjör dásemd með hægbakaðri fíkjukúlu frá Calabría 🙂