Nautakjötssalat með límónu og engifersósu

Nautakjötssalat með límónu og engifersósu húsó hússtjórnarskólinn í reykjavík uppskrift salat með nautakjöti kjötsalat grænmeti góð dressing engifer limóna lime húsósalat Ellert Blær guðjónsson söngvari söng á fjölskyldudegi Hússtjórnarskólans engifersósa engifer
Nautakjötssalat með límónu og engifersósu

Nautakjötssalat með límónu og engifersósu

Það er öflug starfsemi í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík og mikil gleði þar bæði hjá nemendum og kennurum. Við vorum svo ljónheppnir að vera boðnir í fjölskylduboð nemenda sem haldin eru reglulega. Þar er öllu tjaldað til og meðal margra góðra rétta var þetta girnilega nautakjötssalat sem á bæði vel við á hlaðborði eins og í Hússtjórnarskólanum eða sem sérréttur.

HÚSSTJÓRNARSKÓLINN Í REYKJAVÍKHÚSMÆÐRASKÓLARSALÖTNAUTAKJÖT

.

Nemendur á tröppum Hússtjórnarskólans í Reykjavík

Nautakjötssalat með límónu og engifersósu

Marinering:
4 hvítlauksgeirar saxaðir
2 tsk salt
2 tsk pipar
2 tsk rifinn lime börkur
4 msk Sweet Chili sósa
2 tsk sesam olía
1/2 dl ristuð sesamfræ

Sósa með salatinu:
4 msk lime safi
2 tsk rifið engifer
1 saxaður skalottulaukur
1/ tsk sjávarsalt
2 msk sojasósa
2 dl ólífuolía
3 tsk sesamolía

Steikið kjötið og skerið í þunnar sneiðar. Marinerið það daginn áður eða 4 klst fyrir notkun.
Ferskt salat sett í fat og kjötið yfir.
Skerið rauðlaukur frekar smátt
Skerið kokteltómata í tvennt og setjið yfir
Dreifið ristuðum sesamfræjum yfir salatið í lokin.

.

Hluti nemenda sá um að útbúa veislumat fyrir fjölskylduboðið og annar hluti gekk um beina í veislunni
Gestum var boðið að skoða handavinnu nemenda og þar tóku Bergþór og Ellert Blær nokkur lög

HÚSSTJÓRNARSKÓLINN Í REYKJAVÍKHÚSMÆÐRASKÓLARSALÖTNAUTAKJÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Beituskúrinn í Neskaupstað - besta fiskipanna á landinu. Hákon Hildibrand í Neskaupstað er hvergi banginn - hann lætur verkin tala. Fyrir nokkrum árum breytti Hákon og fjölskylda gamla kaupfélagshúsinu í bænum í Hótel Hildibrand. Síðasta sumar opnuðu þau veitingastað í nýuppgerðum beitningaskúr, í flæðarmálinu í miðjum bænum. Það er ánægjulegt að sjá hvernig gamall andi skúrsins er allt um kring og fjölmörg áhöld og annað sem var í skúrnum er notað sem skraut.