
Nautakjötssalat með límónu og engifersósu
Það er öflug starfsemi í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík og mikil gleði þar bæði hjá nemendum og kennurum. Við vorum svo ljónheppnir að vera boðnir í fjölskylduboð nemenda sem haldin eru reglulega. Þar er öllu tjaldað til og meðal margra góðra rétta var þetta girnilega nautakjötssalat sem á bæði vel við á hlaðborði eins og í Hússtjórnarskólanum eða sem sérréttur.
— HÚSSTJÓRNARSKÓLINN Í REYKJAVÍK — HÚSMÆÐRASKÓLAR — SALÖT — NAUTAKJÖT —
.

Nautakjötssalat með límónu og engifersósu
Marinering:
4 hvítlauksgeirar saxaðir
2 tsk salt
2 tsk pipar
2 tsk rifinn lime börkur
4 msk Sweet Chili sósa
2 tsk sesam olía
1/2 dl ristuð sesamfræ
Sósa með salatinu:
4 msk lime safi
2 tsk rifið engifer
1 saxaður skalottulaukur
1/ tsk sjávarsalt
2 msk sojasósa
2 dl ólífuolía
3 tsk sesamolía
Steikið kjötið og skerið í þunnar sneiðar. Marinerið það daginn áður eða 4 klst fyrir notkun.
Ferskt salat sett í fat og kjötið yfir.
Skerið rauðlaukur frekar smátt
Skerið kokteltómata í tvennt og setjið yfir
Dreifið ristuðum sesamfræjum yfir salatið í lokin.
.


— HÚSSTJÓRNARSKÓLINN Í REYKJAVÍK — HÚSMÆÐRASKÓLAR — SALÖT — NAUTAKJÖT —
.