Bryggjuhúsið

0
Auglýsing
Ýmir Björgvin, Hrefna benediktsdóttir og Albert á Bryggjuhúsinu veitingastaður veitingahús reykjavík
Ýmir, Hrefna og Albert á Bryggjuhúsinu

Bryggjuhúsið

Ýmir Björgvin og Hrefna Ósk voru að opna veitingastaðinn Bryggjuhúsið, í hinu sögufræga húsi á Vesturgötu 2 þar sem Kaffi Reykjavík var til húsa á árum áður, en þar áður hét húsið einmitt Bryggjuhúsið! Þau hafa staðið á haus síðan í fyrra við að gera húsið fallegt á ný og færa það í upprunalegt form og hafa gjörsamlega farið hamförum. M.a. brugðu þau sér til Slóvakíu og Afríku að kaupa innanstokksmuni. Það er eitthvað ferskt, létt og yndislegt við að koma inn á staðinn núna með hlýlegheitum, fallegum húsgögnum og litum og ekki spilla myndir ungra myndlistarmanna úr safni Skúla Gunnlaugssonar.

—  VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND —  ÍSLENSKT — ELÍSA

Auglýsing

.

Í húsinu eru margar vistarverur, hver salurinn á fætur öðrum er að fá andlitslyftingu og þarna geta margar veislur verið í gangi á sama tíma. Hægt að bjóða ferðamönnum upp á smakkferðalag í Vínhöllinni og í töff rými niðri með ævintýralega fallegri lýsingu, en Ýmir og Hrefna voru einmitt frumkvöðlar í að fara í „gourmet tours“ með ferðamenn.

Hér er hægt að fá brauðtertur, gamaldags sunnudagsmat eins og hjá ömmu, en líka pitsur og alls konar sælkerarétti og verði er stillt í hóf.

Hér er óvenjulegt að geta talað íslensku við næstum allt starfsfólkið. Það verður nú að viðurkennast að það er svolítið eins og að komast heim til sín. Það er auðvitað ekki hlaupið að því að ráða íslenskumælandi starfsfólk, en hér hefur það tekist með miklum ágætum.

Ómar Stefánsson kokkur reiddi fram hvern réttinn á fætur öðrum. Fyrst fengum við hörpuskel með fetaosta-kremi, ristuðum möndlum og „compressed“ vatnsmelóna (söltuð til að taka vökvann úr, pakkað inn), með grænum eplum, jurtum og kampavíns-vinaigraitte

Svo fórum við í svolitla nostalgíuferð, fengum okkur nætursaltaðan þorskhnakka með mjúkum lauk í smjöri, stökkum kartöflum, hollandaise og graslauk. Þetta var sælgæti. Í boði var einnig há-nostalgískur réttur, grillað lambalæri með rauðkáli, grænum baunum, sykurbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu, bara eins og hjá ömmu, á 4.400 kall. Verði er sem sagt stillt í hóf á þessum stað.

.

Fyrir matinn fengum við okkur stór-rækjur með grilluðum sítrónum og brauði.
Baldur kokteilgaldur bjó til ljúffenga óáfenga drykki, basil smash, bláberja-tonic og cosmo-„ish“, tilbrigði við cosmopolitan.
Ómar Stefánsson kokkur reiddi fram hvern réttinn á fætur öðrum. Fyrst fengum við hörpuskel með fetaosta-kremi, ristuðum möndlum og „compressed“ vatnsmelóna (söltuð til að taka vökvann úr, pakkað inn), með grænum eplum, jurtum og kampavíns-vinaigraitte
Svo fórum við í svolitla nostalgíuferð, fengum okkur nætursaltaðan þorskhnakka með mjúkum lauk í smjöri, stökkum kartöflum, hollandaise og graslauk. Þetta var sælgæti. Í boði var einnig há-nostalgískur réttur, grillað lambalæri með rauðkáli, grænum baunum, sykurbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu, bara eins og hjá ömmu, á 4.400 kall. Verði er sem sagt stillt í hóf á þessum stað.
Beykireykt pizza með nýjum kartöflum, ólífuolíu, trufflumajó og rucola sem hann Björn Ingi Hrafnsson stórleikari galdraði fram var stökk og mjúk og æðisleg, en Björn Ingi er einmitt líka bakari með meiru. Hann kom með pizzuna með reyk undir hlíf, svo að úr varð ævintýri.
Eldgrilluð lambakóróna með volgu kartöflusalati, skessujurtarjógúrt, brenndum hvítlauk og púrru sem var notað sem krydd.
Eftirréttur: Íslensk jarðarber, chantilly rjómi, minta, hvítsúkkulaði
Albert, Elísa og Bergþór á Bryggjuhúsinu
Bryggjuhúsið, Vesturgötu 2
Bryggjuhúsið, Vesturgötu 2
Bryggjuhúsið, Vesturgötu 2

—  VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND —  ÍSLENSKT — ELÍSA

.

Fyrri færslaRabarbari í sykur