Jólagjögg – einfalt, fljótlegt og gott

Bjarney ingibjörg ágústa þórólfsdóttir judy tobin jólaglögg glögg jólin drykkur aðventa aðventudrykkur mandarínur appelsínur
Bjarney skenkir jólaglöggi í bolla fyrir Ágústu og Judy

Jólagjögg – einfalt og fljótlegt

Á árunum þegar þjóðin drakk yfir sig af jólaglöggi fór langur tími í að undirbúa glöggið, ef ég man rétt þá sauð maður upp á allskonar góðgæti og sigtaði það síðan frá og notaði „soðið” í jólalöggið – svolítið maus en skemmtilegt aðventumaus.

Nú er öldin önnur. Þegar við skárum út og steiktum laufabrauð kom Bjarney Ingibjörg með einfalt, gott og jólalegt glögg. Létt, frískandi og bragðgott jólaglögg.

JÓLINDRYKKIRAÐVENTAMANDARÍNURBJARNEY INGIBJÖRGLAUFABRAUÐJÓLAGLÖGG

.

Jólagjögg – einfalt og fljótlegt

1 flaska jólaglöggið frá Ikea

1 kanilstöng

1/2 appelsína (eða ein mandarína) í sneiðum

5 stjörnuanís

10 negulnaglar.

Allt sett í pott og hitað rólega. Passið að sjóði ekki.

Ef fólk vill drýgja má setja trönuberjasafa 1/2 lítra saman við.

 

Jólaglöggið, það gleymdist að mynda á meðan glöggið var í pottinum

 

JÓLINDRYKKIRAÐVENTAMANDARÍNURBJARNEY INGIBJÖRGLAUFABRAUÐJÓLAGLÖGG

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.