Grafin nautalund

0
Auglýsing
Grafin nautalund Hótel rangá jólahlaðborð jólin naut nautalund grafin grafið kjöt Péter Jóni er yfirmatreiðslumaður
Grafin nautalund

Grafin nautalund

Jólahlaðborðið vinsæla á Hótel Rangá verður í boði fjórar helgar og byrjar 21. nóvember. MEIRA HÉR. Péter Jóni er yfirmatreiðslumaður á Hótel Rangá hann tók vel í að deila uppskrift að grafinni nautalund.

HÓTEL RANGÁJÓLIN —

Auglýsing

.

Grafin nautalund

1 kg af nautalund (það má vera annar hluti nautsins, okkur þykir best að nota lundina)
2 kg salt
2 kg sykur

100 g einiber
50 g heilar kardimommur
50 g kanill
20 g svartur pipar
10 g szechuan pipar
30 g stjörnuanis
15 g negull
10 g rósa pipar

Kryddjurtum er blandað saman með blandara þar til fínt duft myndast. Salti og sykri bætt við, öllu blandað saman.

Hreinsið nautalundina.

Setjið nautið ásamt kryddblöndunni í nógu stórt ílát. Passið að kryddblandan nái yfir kjötið. Látið nautið liggja í kryddblöndunni í allavega tvo daga, hversu langan tíma það tekur fyrir nautið að taka í sig bragð af kryddunum fer eftir stærðina á kjötbitanum.

Gott er að snúa kjötinu í blöndunni á 12 tíma fresti.

HÓTEL RANGÁJÓLIN —

.

Grafin nautalund frá Péter Jóni er yfirmatreiðslumanni. Færslan er unnin í samstarfi við Hótel Rangá.
Fyrri færslaPrag – matarborg með sögu