Torrone

0
Torrone
Torrone
Auglýsing
Torrone torroneítalskt torrone torrone uppskrift torrone heimatilbúið ítalskt nammi ítalskt sælgæti hefðbundið ítalskt nammi klassískt torrone torrone með möndlum torrone með pistasíum torrone með hunangi hunangsnougat ítalskt hunangsnougat nougat með hnetum ítalskt jólanammi jólakonfekt frá Ítalíu torrone di Cremona torrone mjúkt torrone hart heimagert konfekt lúxus konfekt heima sælgæti með eggjahvítum marengs með hunangi marengsnammi sælgæti með sítrónuberki sælgæti með vanillu hneta- og pistasíunammi nammi án súkkulaðis hefðbundnar ítalskar uppskriftir ítalskar eftirréttauppskriftir ítalsk matarmenning klassísk ítölsk sælgætishefð handgert nammi gæðanammi hátíðarnammi nammi fyrir jólin nammi fyrir hátíðir nammi með hrísgrjónapappír hvernig á að búa til torrone torrone skref fyrir skref torrone með hitamæli sælgæti sem þarf sykurhitamæli ítalskt konfekt heima sælgætisgerð heima hefðbundið konfekt gourmet nammi lúxus eftirréttur ítalskt eldhús ítalskar sælkerauppskriftir jólanammi jólasælgæti Torrone á rætur sínar að rekja til Cremona á Norður-Ítalíu og er fyrst getið árið 1441, þegar það var búið til í tilefni brúðkaups Francesco Sforza og Bianca Maria Visconti. Sælgætið var mótað til að líkjast Torrazzo-turninum, helsta kennileiti borgarinnar. Torrone er gert úr hunangi, eggjahvítum og hnetum og hefur í aldaraðir verið órjúfanlegur hluti af ítölsku jólahaldi. Nafnið tengist annað hvort latneska orðinu torrēre – að rista – eða orðinu torre, turn.
Torrone

Torrone

Bergþór skellti sér í Háskólann í haust í BA í ítölsku með hinum krökkunum (!) og síðan hefur verið fengist við ýmislegt Ítalíu-tengt á heimilinu, m.a. matreiðslu, nú síðast nammið víðfræga Torrone, sem má segja að sé eins konar óbakaður marengs úr eggjahvítum og hunangi með möndlum og hnetum. Svolítið dedú, en tókst í annarri tilraun, mikilvægt er að nota hitamæli. Hrísgrjónapappír fæst t.d. í Asia Market í Skeifunni.

Torrone á rætur sínar að rekja til Cremona á Norður-Ítalíu og er fyrst getið árið 1441, þegar það var búið til í tilefni brúðkaups Francesco Sforza og Bianca Maria Visconti. Sælgætið var mótað til að líkjast Torrazzo-turninum, helsta kennileiti borgarinnar. Torrone er gert úr hunangi, eggjahvítum og hnetum og hefur í aldaraðir verið órjúfanlegur hluti af ítölsku jólahaldi. Nafnið tengist annað hvort latneska orðinu torrēre – að rista – eða orðinu torre, turn.

Auglýsing

ÍTALÍAMARENGSPISTASÍURMÖNDLUR

.

Torrone
Torrone

Torrone

220 g möndlur
180 g pistasíur
340 g hunang
250 g sykur
2 stórar eggjahvítur við herbergishita
salt milli fingra
1 msk fínt rifinn sítrónubörkur
2 tsk vanilla
Hrísgrjónapappír

Setjið bökunarpappír í form u.þ.b. 15 x 24 cm (festist með bökunar-sprayi eða vatni), tvö blöð, annað kemur upp úr í aðra áttina og hitt kemur upp úr í hina áttina, sjá mynd.

Nú þarf að hafa allt tilbúið, hnetur og pistasíur í ofnskúffu, eggjahvítur í hrærivélinni og hunang/sykur í potti. Gera síðan þrennt í einu:

Ristið hnetur og pistasíur í einföldu lagi í ofni við 180º C í um 10 mín. Látið vera í ofninum, svo að þær haldist heitar.

Bræðið hunang og sykur við lágan hita, hrærið í með tréspaða, látið sjóða þar til hitamælir sýnir 145°C.

Þeytið hvíturnar með salti og vanillusykri á meðan, þar til þær eru léttar eins og dúnn.

Hellið hunanginu í stálkönnu (eða sjóðandi heita postulínskönnu) og hellið í mjórri bunu í hvíturnar á litlum hraða og þeytið áfram í 6-8 mín. á meiri hraða, eða þar til blandan lítur út eins og marens.

Bætið heitum hnetum og pistasíum og sítrónuberki út í og hrærið þar til allt er vel blandað.

Þekið formið með hrísgrjónapappír, sem búið er að bleyta í 5 sek í heitu vatni, ofan á bökunarpappírinn glanshlið niður, hellið deiginu í formið. Þekið yfirborðið með öðru lagi af hrísgrjónapappír, glanshlið upp og leggið eitthvað ofan á, t.d. lítinn bakka, svo að pappírinn verpist ekki.

Kælið í nokkrar klukkustundir. Takið upp úr forminu og takið bökunarpappírinn undan. Skerið með beittum hníf.

ÍTALÍAMARENGSPISTASÍURMÖNDLUR

.

Fyrri færslaKanilkleinur