Kollu-kókosbolluterta – getur verið erfitt að hemja sig

SALTKEX Kollu kókosbolluterta, Kolbrún Karlsdóttir, Grand Marnier Kolla, ritzkex ritz ritskex Völu kókosbollur, Templarinn Kristján Guðmundur Sigurðsson Fáskrúðsfjörður kókosbolla
Kollu kókosbolluterta

Kollu-kókosbolluterta

Fátt er betra er mjúkar kókosbollur en þær má líka nota til matargerðar. Það vill svo vel til að við fáum stundum splunkunýjar kókosbollur beint úr verksmiðjunni og þá getur verið erfitt að hemja sig…

Ungi myndarpilturinn á myndinni heitir KRISTJÁN GUÐMUNDUR

.

 KÓKOSBOLLUR EFTIRRÉTTIR

.

Kollu-kókosbolluterta

3 græn epli

2 msk smjör

1 ½  msk ólífuolía

1 b rúsínur

3 tsk kanill

1 ½  bolli muldar Ritz-kexkökur

smá salt

Völu kókosbollur (8-12 stk)

Afhýðið eplin og skerið í sneiðar. Hitið smjörið og olíuna á pönnu, setjið eplin, rúsínurnar og kanilinn út í. Mýkið á pönnunni í nokkrar mínútur. Látið muldu Ritz-kexkökurnar saman við og blandið vel. Setjið í eldfast mót, skerið kókosbollurnar í tvennt, langsum og raðið þeim ofan á með sárið upp. Látið kókosbollurnar hylja eplin. Bakið við 175 gr í 10-15 mín.

Berðið fram heitt með ís eða þeyttum rjóma.

Ef vill má setja á pönnuna örlítið GRAND MARNIER

.

 KÓKOSBOLLUR EFTIRRÉTTIRGRAND MARNIERKRISTJÁN GUÐMUNDUR

— KOLLUKÓKOSBOLLUTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði?

Nú fer að bresta á með jóla­hlaðborðum og marg­ur veit­ingamaður­inn far­inn að signa sig við til­hugs­un­ina. Hinn stórfíni matarvefur Morgunblaðsins birti pistil um hvernig á ekki að haga sér á jólahlaðborðunum sem eru að mörgu leiti mjög áhuga­vert fyr­ir­bæri en þar mætir fólk og gæðir sér á því allra besta sem jól­in hafa upp á að bjóða. Flest­ir haga sér vel og oft­ast geng­ur kvöldið vel fyr­ir sig en samt eru ákveðnar týp­ur sem mæta alltaf í veisl­una og þær eru:

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður. Þessi réttur hentar vel í Tagínu. Ef þið eigið ekki slíka græju þá er best að setja í eldfast form og elda í ofni. Eitt af því sem einkennir marokkóskan mat er að fjölmörg krydd eru notuð í sama réttinn og með þeim eitthvað sætt, oftast þurrkaðir ávextir. Í þessari uppskrift eru rúsínur og döðlur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave