Kollu-kókosbolluterta – getur verið erfitt að hemja sig

SALTKEX Kollu kókosbolluterta, Kolbrún Karlsdóttir, Grand Marnier Kolla, ritzkex ritz ritskex Völu kókosbollur, Templarinn Kristján Guðmundur Sigurðsson Fáskrúðsfjörður kókosbolla
Kollu kókosbolluterta

Kollu-kókosbolluterta

Fátt er betra er mjúkar kókosbollur en þær má líka nota til matargerðar. Það vill svo vel til að við fáum stundum splunkunýjar kókosbollur beint úr verksmiðjunni og þá getur verið erfitt að hemja sig…

Ungi myndarpilturinn á myndinni heitir KRISTJÁN GUÐMUNDUR

.

 KÓKOSBOLLUR EFTIRRÉTTIR

.

Kollu-kókosbolluterta

3 græn epli

2 msk smjör

1 ½  msk ólífuolía

1 b rúsínur

3 tsk kanill

1 ½  bolli muldar Ritz-kexkökur

smá salt

Völu kókosbollur (8-12 stk)

Afhýðið eplin og skerið í sneiðar. Hitið smjörið og olíuna á pönnu, setjið eplin, rúsínurnar og kanilinn út í. Mýkið á pönnunni í nokkrar mínútur. Látið muldu Ritz-kexkökurnar saman við og blandið vel. Setjið í eldfast mót, skerið kókosbollurnar í tvennt, langsum og raðið þeim ofan á með sárið upp. Látið kókosbollurnar hylja eplin. Bakið við 175 gr í 10-15 mín.

Berðið fram heitt með ís eða þeyttum rjóma.

Ef vill má setja á pönnuna örlítið GRAND MARNIER

.

 KÓKOSBOLLUR EFTIRRÉTTIRGRAND MARNIERKRISTJÁN GUÐMUNDUR

— KOLLUKÓKOSBOLLUTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Omnom – íslensk súkkulaðigerð og súkkulaðiskóli

Omnom

Omnom - íslensk súkkulaðigerð og súkkulaðiskóli Það er vinsælt að fara í súkkulaðikynningu í Omnom. Það er áhugavert fyrir súkkulaðinörda og líka venjulegt fólk. Þar er lögð svo mikil alúð í framleiðsluna að líkja má því við nostur afburða rauðvínsframleiðenda

Coq au vin – hani í víni

coq au vin

Coq au vin – hani í víni er dæmigerður franskur sveitamatur og talinn ævaforn í ýmsum myndum. Gaman er að glíma við rétti sem eru vel þekktir í sínu heimalandi - uppskriftir að þeim eru trúlega jafnmargar og heimilin, svo að varla er hægt að benda á eina uppskrift og fullyrða að þar sé „originallinn“ kominn. Þetta er svo sem ekki mikil glíma, reyndar alls ekki eins flókið og ætla mætti, en rauðvín, sveppir og beikon eru ómissandi. Ef maður vill láta gesti stynja af ánægju, er þessi réttur eiginlega alveg pottþéttur.