Hunangsfíflacider – svalandi sumardrykkur

heilsudrykkur hollustudrykkur sumardrykkur Fifladrykkur Hunangsfíflacider - fíflar túnfífill túnfíflar knúbbar fíflaknúbbar svalandi sumardrykkur Anna Valdís einarsdóttir sigurðardóttir Laufey Birna fíflar
Laufey Birna og Anna Valdís með túnfífla

Hunangsfíflacider

Bráðum fer að vora, þá er gott að útbúa svalandi sumardrykk. Einnig er gott að nota nýsprottin túnfíflablöðin í salöt.

.

FÍFLARDRYKKIRANNA VALDÍSLAUFEY BIRNASUMAR..

.

Hunangsfíflacider

2 kg fíflaknúppar

10 l vatn

2 kg sykur

Látið fíflar liggja í köldu vatni yfir nótt. Sigtið vatnið frá, setjið fíflana ásamt vatni og sykri í fötu með loki og geymið á svölum stað í 2 sólarhringa við 8-10°C
Sigtið fíflana frá og setjið á flöskur.
Geymið á köldum stað, af drykknum er eplaciderskeimur með hunangsbragði.

.

— HUNANGSFÍFLACIDER —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berjahrat má nýta t.d. í múslí og í bakstur

Berjahrat má nýta. Ef þið pressið safann úr berjum, sama hvaða nöfnum þau nefnast, er ástæðulaust að henda hratinu. Hratið má nýta í bakstur, td. hrökkbrauð. Við tíndum sólber um daginn sem enduðu í sultu. Fyrst var soðið upp berjunum og þau fóru síðan í gegnum safapressuna og loks var hratið þurrkað og mulið í matvinnsluvél. Þurrkaða, malaða hratið endaði svo saman við múslíið.

Er matarsóun vandamál ?

Matarsóun er vandamál. Svona miðar, eða svipaðir, ættu að vera sem víðast; Á heimilum, vinnustöðum, veitingahúsum og í matvöruverslunum.

Minnkum matarskammta og borðum mat, alvöru mat sem gerir okkur gott.

Fjölbreyttar og góðar upplýsingar eru á síðunni MATARSÓUN.IS Þar kemur fram að um þriðjungur þess matar sem framleiddur er fari beint í ruslið.

Svona appelsínueitthvað

Appelsínueitthvað

Svona appelsínueitthvað. Þegar mikið stendur til hringi ég uppskriftavinkonur mínar. Núna var það Kata sem góðfúslega gaf mér þessa uppskrift. Þó Kata sé rúmum aldarfjórðungi eldri en ég finnst mér stundum eins og hún sé yngri en ég, gaman þegar fólk er alla ævi ungt í anda. Þegar ég hringdi voru matargestir nýfarnir frá henni sem allir voru alsælir með veitingarnar (kemur engum á óvart sem þekkir Kötu). Í eftirrétt fengu þau þennan appelsínurétt sem er hugmynd Kötu. „Æ! þetta er bara svona appelsínu eitthvað" segir Kata aðspurð um nafnið á réttinum.