Smjörsteiktur makríll – bragðgóður og stútfullur af hollustu

Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir Smjörsteiktur makríll – bragðgóður og stútfullur af hollustu hrafnhildur una
Smjörsteiktur makríll er bragðgóður og stútfullur af hollustu

Smjörsteiktur makríll – bragðgóður og stútfullur af hollustu

Makríll er feitur, bragðgóður, próteinríkur, stútfullur af omega 3 fitusýrum og með þónokkuð af B12 og D vítamínum. Svo inniheldur makríll mikilvæg steinefni eins og selen, joð og fosfór.

MAKRÍLLFISKURFISKUR Í OFNI

.

Smjörsteiktur makríll – bragðgóður og stútfullur af hollustu
Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir með makrílinn sem hún steikti

Smjörsteiktur makríll

6 makrílflök (með roði)

Season all

smá sykur

smjör

Kryddið fiskinn með season all fisk megin og steikið á pönnu upp úr smjöri, fyrst
á fiskihliðinni. Stráið sykri á fiskinn roð megin áður en þið steikið þá hlið.

Smjörbráð með fiskinum

100 g smjör

3 msk. soja sósa

2 hvítlauksrif

2 tsk. fersk steinselja

Smjörið er brætt og hinu svo bætt út í og notað sem feiti eða sósa á makrílinn.
Gott er að borða soðnar kartöflur og gott salat með.

Smjörsteiktur makríll – bragðgóður og stútfullur af hollustu
Makrílflök

MAKRÍLLFISKURFISKUR Í OFNI

— SMJÖRSTEIKTUR MAKRÍLL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Konungsætt – ægigóð og ljúffeng kaka

Konungsætt. Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Eitt árið voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Guðný Sölvadóttir bakaði Konungsætt og skreytti afar fallega. Ekki veit ég hvernig nafnið á kökunni er tilkomið en gaman væri að heyra það ef einhver veit.

Steinaldarbrauð

Steinaldarbraud

Steinaldarbrauð, glútenlaust.  Í upphaflegu uppskriftinn átti að vera möndlumjöl en því miður var það ekki til svo ég notaði rísmjöl. En brauðið bragðaðist afar vel og hér er uppskriftin lítillega breytt. Svo er nú gaman að segja frá því að brauðið er glútenlaust.