Smjörsteiktur makríll – bragðgóður og stútfullur af hollustu

Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir Smjörsteiktur makríll – bragðgóður og stútfullur af hollustu hrafnhildur una
Smjörsteiktur makríll er bragðgóður og stútfullur af hollustu

Smjörsteiktur makríll – bragðgóður og stútfullur af hollustu

Makríll er feitur, bragðgóður, próteinríkur, stútfullur af omega 3 fitusýrum og með þónokkuð af B12 og D vítamínum. Svo inniheldur makríll mikilvæg steinefni eins og selen, joð og fosfór.

MAKRÍLLFISKURFISKUR Í OFNI

.

Smjörsteiktur makríll – bragðgóður og stútfullur af hollustu
Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir með makrílinn sem hún steikti

Smjörsteiktur makríll

6 makrílflök (með roði)

Season all

smá sykur

smjör

Kryddið fiskinn með season all fisk megin og steikið á pönnu upp úr smjöri, fyrst
á fiskihliðinni. Stráið sykri á fiskinn roð megin áður en þið steikið þá hlið.

Smjörbráð með fiskinum

100 g smjör

3 msk. soja sósa

2 hvítlauksrif

2 tsk. fersk steinselja

Smjörið er brætt og hinu svo bætt út í og notað sem feiti eða sósa á makrílinn.
Gott er að borða soðnar kartöflur og gott salat með.

Smjörsteiktur makríll – bragðgóður og stútfullur af hollustu
Makrílflök

MAKRÍLLFISKURFISKUR Í OFNI

— SMJÖRSTEIKTUR MAKRÍLL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarborgirnar Bratislava, Prag, Búdapest og Porto

Matarborgirnar Bratislava, Prag, Búdapest og Porto. Fátt er skemmtilegra en ferðast til fallegra borga og bragða góðan mat. Í haust ætlum við að skoða matarborgirnar Bratislava, Prag, Búdapest og Porto. Hver vill koma með? Nánar hér

Hafrakex Ingveldar G.

Hafrakex Ingveldar G. DSC01720Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01750

Hafrakex Ingveldar G. Á meðan Ingveldur G. Ólafsdóttir eldaði fyrir nemendur og kennara í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans gerði ég mér stundum erindi í eldhúsið til hennar til að smakka á hinu og þessu sem hún var að matbúa. Einn daginn var eldhússbekkurinn undirlagður af hafrakexi. Eins og við var að búast var auðsótt að fá uppskriftina.