Limeterta

Diddú, Edda, Albert, Vala Matt, Ragga Gísla og Guðný DUNALime terta Limeterta möndlur límóna avókadó banani hrákaka raw cake raw food kaka
Limeterta

Limeterta

Mikið er gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þegar von er á gestum er upplagt að prófa nýtt kaffimeðlæti. Það er fljótlegt að útbúa þessa limetertu – kannski virkar hún framandi við fyrstu sýn en hún er vel þess virði að prófa. Það þarf ekki að bíða eftir að deigið lyfti sér, enginn bakstur, engin hætta á að hún falli. Ekkert vesen.

LIMEHRÁTERTURTERTURKAFFIMEÐLÆTI

.

Limeterta

Botn:
1 dl möndlur (látið liggja í bleyti í um 2 klst)
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl kókosmjöl
12 döðlur (látið liggja í bleyti í um 2 klst)
1/2 tsk kanill
4 msk kókosolía

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið í kringlótt form, þjappið vel og frystið

Fylling:
1 1/2 avokadó (þroskað)
1 1/2 banani
2/3 dl limesafi
2 msk agavesíróp
2 msk kókosolía

Maukið allt í matvinnsluvél og setjið yfir botninn. Frystið áfram. Takið tertuna úr frystinum um klst áður hún er borin á borðið. Skreytið með rifnum sítrónuberki og bráðnu súkkulaði

Limeterta Diddú Edda Albert Vala Matt Ragga Gísla Duna Guðný
Diddú, Edda, Albert, Vala Matt, Ragga Gísla og Guðný

.

LIMEHRÁTERTURTERTURKAFFIMEÐLÆTI

— LIMETERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

D-vítamín

D-vitamin

D - vítamínið góða. Fólk ætti að láta mæla D-vítamínið í líkamanum reglulega. Hæfileiki líkamans til að vinna D-vítamín úr sólinni minnkar eftir því sem við eldumst, fólk um sextugt þarf að vera fjórum sinnum lengur í sól til að fá sama skammt af D-vítamíninu miðað við ungt fólk. Allir ættu að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina en láta líka heimilislækni mæla. Nægjanlegt magn D vítamíns dregur úr bólgum.

Kartöflusmælki í tómat

Kartöflusmælki í tómat. Nú eru kartöflur komnar uppúr moldinni og tilvalið að nýta þær í hina ýmsu rétti. Þessi réttur er upprunninn á Indlandi og er kjörinn sem meðlæti.

Kladdkaka

Kladdkaka

Kladdkaka. Fyrir allar aldir í morgun bönkuðum við Þórhildur uppá hjá afmælisbarni dagsins, Þórhildi Helgu og buðum okkur í afmæliskaffi. Þórhildur bakaði Kladdköku og kom með.

SaveSave

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins. Það er eitthvað notalegt við að vera í átthagafélagi. Því miður eiga þau mörg undir högg að sækja með breyttu landslagi í stafrænni tækin, greiðari og auknum ferðalögum, aukinni afþreyjingu og ýmsu fleiri. Það að vera í átthagafélagi fær fólk til að hugsa hlýlega til heimahaganna og svo eru stundum kaffisamkomur eins og hjá Fáskrúðsfirðingafélaginu í dag.