Limeterta. Mikið er gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þegar von er á gestum er upplagt að prófa nýtt kaffimeðlæti. Það er fljótlegt að útbúa þessa limetertu – kannski virkar hún framandi við fyrstu sýn en hún er vel þess virði að prófa. Það þarf ekki að bíða eftir að deigið lyfti sér, enginn bakstur, engin hætta á að hún falli. Ekkert vesen.
— LIME — HRÁTERTUR — TERTUR — KAFFIMEÐLÆTI —
Limeterta
Botn:
1 dl möndlur (látið liggja í bleyti í um 2 klst)
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl kókosmjöl
12 döðlur (látið liggja í bleyti í um 2 klst)
1/2 tsk kanill
4 msk kókosolía
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið í kringlótt form, þjappið vel og frystið
Fylling:
1 1/2 avokadó (þroskað)
1 1/2 banani
2/3 dl limesafi
2 msk agavesíróp
2 msk kókosolía
Maukið allt í matvinnsluvél og setjið yfir botninn. Frystið áfram. Takið tertuna úr frystinum um klst áður hún er borin á borðið. Skreytið með rifnum sítrónuberki og bráðnu súkkulaði
.
— LIME — HRÁTERTUR — TERTUR — KAFFIMEÐLÆTI —
.
.