Auglýsing

Krydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið í ÞverholtiKrydd & TehúsiðKrydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið      Krydd & TehúsiðKrydd & Tehúsið

Krydd & Tehúsið. Í Þverholtinu rétt fyrir ofan Hlemm er eina krydd og tehúsið á Íslandi. Það er ævintýralegt að koma til þeirra Ólafar og Omry og kryddilminn leggur út á götu – satt best að segja er alveg ótrúlegt útval í smekklegri og snyrtilegri búð. Omry kemur frá Ísrael og er hafsjór af fróðleik þegar kemur að kryddum, tei og öðru slíku.

Um daginn var ég í Krydd &Tehúsinu og fékk hjá þeim laukblöndu ættaða frá Sikiley til að setja saman við kúskús. Já og í kaupbæti fékk ég ráð hvernig á að meðhöndla kúskús svo ekki klessist saman.

Hægt er að kaupa krydd, te, fræ, hnetur og þurrkaða ávexti í lausavikt. Satt best að segja var ég alveg að missa mig í öllu kryddtegundunum 🙂

Hver kannast ekki við að lenda í vandræðum með gjafir til fólks „sem á allt”. Þá er upplagt að gefa framandi krydd, hunang, ólífur eða annað frá Ólöfu og Omry.

Boðið er upp á kynningu fyrir hópa á framandi kryddum og einnig er sýnikennsla í matreiðslu

Það var auðsótt að fá Omry til að elda einn góða rétt fyrir síðuna. Kjúklingasnitsel með kartöflumús, salati og tzatzikisósu.

Snitsel

Kjúklingasnitzel 4-6
4 kjúklingabringur, skornar í helming og barðar með buffhamri þar til þær eru ca ½ cm þykkar
1 staukur eða 100 gr Kryddað brauðrasp frá Krydd & Tehúsinu
blandið saman við 1 bolla af hveiti
½ tsk pipar
½ tsk salt

2 egg, hrærð og sett í skál
gott að setja 1 tsk af chili sósu/sterku sinnepi út í eggið en má sleppa

Kjúklingurinn er settur í skálina með eggjunum. Brauðraspið, hveitið, salt og pipar sett í aðra skál og kjúklinunu velt uppúr þessari blönu og svo steiktur á pönnu með heitri olíu sem þekur hann að hálfu. Steikjið á báðum hliðum þar til þið fáið fallegan gullinbrúnan lit.
Veiðið kjúklinginn uppúr pönnunni og leggið á fat með eldhúsrúllu pappír til að þerra af honum mestu olíunni.

Kartöflumús fyrir 4-6
4 stórar kartöflur afhýðaðar og skornar í bita
mace Krydd & Tehúsið
salt
pipar

Kartöflurnar eru soðnar þar til mjúkar, settar í matvinnsluvél og maukaðar þar til þær eru orðnar kekklausar. Salt og pipar eftir smekk, mace á hnífsoddi bætt saman við. Blandið aðeins af vatninu sem kartöflurnar suðu í þar til þið fáið áferð sem ykkur líkar (ekki of þunna þó). Má líka setja aðeins smjörklípu út í.

 

Dressing fyrir salatið
1 msk hunang (Krydd & Tehúsið)
1-1 ½ tsk hvítt balsamic edik (Krydd & Tehúsið)
½ bolli olífuolía (Krydd & Tehúsið)
ögn af salti (Krydd & Tehúsið)
Þessu hrært saman og hellt út á ferskt salat

Tzatziki (grísk jógúrtsósa)
½ bolli grísk jógúrt
½ tsk tzatziki kryddblanda (Krydd & Tehúsið)
Þessu hrært saman og látið standa í að minnsta 20 mínáður en borið fram, til að kryddið brjóti sig bragðið komi fram.

Krydd & Tehúsið Krydd & TehúsiðKrydd & TehúsiðKrydd & TehúsiðKrydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið

albert.eiriksson@gmail.com

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

2 athugasemdir

  1. Sæl ‘Olöf. ‘Eg kom í gær og verslaði hjá þér og bað þig að senda mér uppskriftarblöðin frá kynningu sem ég var á hjá ykkur en ég fékk enga sendingu. Vildir þú vera svo væn að prófa aftur ? Póstfangið mitt er svalajo@gmail.com
    Bestu þakkir og kryddin ykkar eru ómissandi í eldhúsið mitt eftir kynninguna 🙂

Comments are closed.