Spínatlasagna

Spínatlasagna grænmetislasagna Dóra Emils spínat grænmetisfæði lasagna hollt hollusta
Spínatlasagna

Spínatlasagna

Spínat er bæði ríkt af andoxunarefnum og næringarefnum. Auk þess er það fitulaust. Í hugum flestra tengist múskat bakstri, en það er líka gott í annan mat. Sjálfur er ég afar hrifinn af hvítlauk og nota gjarnan meira af honum en er í uppskriftum, þið metið sjálf hversu mikið af honum þið viljið hafa. Til tilbreytingar má afhýða sæta kartöflu, skera í þunnar sneiðar og leggja á milli laga. Það er gott að setja hvítlauks- eða chiliolíu yfir þegar áður en formið er sett á borðið.

— SPÍNATGRÆNMETISLASAGNAVEGANLASAGNA

.

Eitt og annað í spínatlasagna

Spínatlasagna

1 bolli góð matarolía
1 stór laukur
4-5 hvítlauksgeirar
10 meðalstórar kartöflur
600 g frosið spínat
1 1/2 msk cummín
1 tsk múskat
1 tsk kóriander
salt og pipar
smá chili
lasagnaplötur
rifinn ostur eða kókosmjöl fyrir þá sem vilja hafa réttinn alveg vegan.

Sjóðið kartöflurnar en kælið þær ekki. Saxið laukinn og steikið í olíunni ásamt hvítlauk. Setjið frosið spínat saman við. Grófmerjið kartöflurnar og látið út í. Kryddið með múskati, cummíni, salti, pipar, chili og blandið vel saman. Spínatið á að þiðna alveg í pottinum og losna í sundur.

Setjið í eldfast form með lasagne plötum á milli. Dreifið rifnum osti yfir og bakið í um 40 mín á miðlungs hita (ca 150°)

Sólveig, Vilborg, Albert, Halldóra árdís
Sólveig, Vilborg, Albert, Halldóra og Árdís Hulda  Huldu– og Eiríksbörn frá Brimnesi.

.

— SPÍNATGRÆNMETISLASAGNAVEGANLASAGNA

SPÍNATLASAGNA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rósmarín- og möndlukex

Rósmarín- og möndlukex DSCF0143

Rósmarín- og möndlukex. Alltaf gott að eiga hollt og gott heimagert kex til að maula á eða bjóða þegar gesti ber að garði. Stórfínt með ostum, hummús, möndlusmjöri eða öðru góðu viðbiti. Já eða bara eitt og sér.