Eplaterta með valhnetum
Okkur var boðið í morgunkaffi og fengum þar meðal annars eplatertu. Gaman að segja frá því að uppskriftin var fengin af þessari síðu en breytt þannig að í staðinn fyrir furuhnetur var valhnetum dreift yfir deigið fyrir bakstur. Mæli með þessu.
— EPLATERTUR — BAKSTUR — EPLI — KAFFIMEÐLÆTI —
.
Eplaterta með valhnetum
250 g smjör
250 g sykur
3 egg
þeytið vel saman
250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
200 g valhnetur, saxaðar
1/2 tsk salt
blandað saman við
4 græn epli flysjuð og skorin í þunnar sneiðar
1 dl. furuhnetur
1/2 af deiginu settur í 24 cm form
raðið tveimur niðurskornum eplum ofan á og 1 1/2 tsk kanil ofan á.
Endurtekið, deig, epli kanill. Stráið furuhnetum yfir og bakið í 40-50 mín við 200°C
— EPLATERTUR — BAKSTUR — EPLI — KAFFIMEÐLÆTI —
.