Eplaterta með valhnetum

Eplaterta með valhnetum valhnetur eplakaka kaffimeðælti
Eplaterta með valhnetum

Eplaterta með valhnetum

Okkur var boðið í morgunkaffi og fengum þar meðal annars eplatertu. Gaman að segja frá því að uppskriftin var fengin af þessari síðu en breytt þannig að í staðinn fyrir furuhnetur var valhnetum dreift yfir deigið fyrir bakstur. Mæli með þessu.

EPLATERTURBAKSTUREPLIKAFFIMEÐLÆTI

.

Eplaterta með valhnetum

250 g smjör
250 g sykur
3 egg
þeytið vel saman

250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
200 g valhnetur, saxaðar
1/2 tsk salt
blandað saman við

4 græn epli flysjuð og skorin í þunnar sneiðar
1 dl. furuhnetur

1/2 af deiginu settur í 24 cm form
raðið tveimur niðurskornum eplum ofan á og 1 1/2 tsk kanil ofan á.
Endurtekið, deig, epli kanill. Stráið furuhnetum yfir og bakið í 40-50 mín við 200°C

Eplaterta með valhnetum
Eplaterta með valhnetum

EPLATERTURBAKSTUREPLIKAFFIMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbarasulta með engifer

Rabarbarasulta

Rabarbarasulta með engifer. Ó blessað sultutauið sem hefur fylgt þjóðinni í gegnum aldirnar. Held ég hafi borðað yfir mig af rabarbarasultu í æsku, eða svona næstum því....  Við Marsibil suðum rabarbarasultu og hún sá um að merkja krukkurnar.

Rice krispies góðgæti með Þristi

 

 

Rice krispies góðgæti með Þristi. Nína frænka mín er af annálaðri myndarfjölskyldu. Hún birti myndband á fasbókinni þar sem hún galdraði fram Rice krispies bombu með Þristi. Auðvitað fékk ég vatn í munninn, langaði helst að stökkva á hjólið og hjóla heim til hennar í kaffi.