Múslí – heimagert og meiriháttar

 

Múslí - heimagert og meiriháttar musli

Múslí. Fjölmargt er hægt að nota til að útbúa sitt eigið múslí, það er bæði auðvelt og skapandi. Hér er uppskrift sem ég hef til hliðsjónar. Ekki láta hugfallast þó eitthvað vanti, það er ekki hundrað í hættunni. Oftast nota ég rúsínur en vel má nota aðra þurrkaða niðursaxaða ávexti eða ber. Þá eykur það fjölbreytnina að blanda saman við tilbúnu góðu múslíi (og þess vegna meiru en gefið er upp hér að neðan).

Á hverju sumir safna ég jurtum úti í náttúrinni, þurrka þau og nota í te, krydd og fleira. Hluta af jurtunum mala ég smátt í matvinnsluvélinni og blanda saman við múslíið, einni til tveimur matskeiðum.

MÚSLÍ

2 dl. möndlur

1 1/2 dl. sólblómafræ

1 dl. valhnetur

2 msk graskersfræ

2 msk kasjúhnetur

1 dl. heslihnetur

1 msk. Goji ber

1 msk cacao nips

3 msk mulin hörfræ

2 dl. rúsínur

1/2 tsk himalyasalt

1/3 tsk natron

2 tsk. chia fræ

1 bolli All Bran – mulið

1 tsk. kanill

2 tsk fjallagrös mulin eða söxuð smátt

1/2 bolli hveitikím

1/2 bolli kókosmjöl

1 1/2 bolli gróft haframjöl

2 bollar gott múslí

Takið möndlur, sólblómafræ, valhnetur, graskersfræ, kasjúhnetur, heslihnetur, Goji ber og cacao nips, setjið matvinnsluvél og maukið. Blandið restinni af hráefnunum saman við og geymið á þurrum stað

Múslí – heimagert og meiriháttar musli haframjöl

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hálfmánar frá ömmu

Hálfmánar frá ömmu. Höskuldur kom með hálfmána í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar sem hann bakaði eftir uppskrift ömmu sinnar. Það var einhver óútskýrð ömmu-hlýja sem fylgdi hverjum bita og blandan af kardimommum og kanil ásamt sveskjusultunni heillaði dómnefndina

Ítalskt tómatasalat

Ítalskt tómatasalat. Hollt og gott tómatasalat eins og þetta passar með flestum réttum, já ef ekki bara öllum. Það er ágætt að láta salatið standa í um klukkustund áður en það er borið fram.

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi. Frá upphafi síðasta árs hafa á blogginu birst færslur um borðsiði, kurteisi og annað slíkt. Við vinnslu þessara pistla naut ég velvildar fjölmargra sem lásu yfir og gáfu góð ráð. Sjálfur hef ég lært heil óslöp. Síðustu mánuði hef ég farið víða og haldið, mér til mikillar ánægju, fyrirlestra um mat, áhrif matar, borðsiði og kurteisi. Myndirnar eru teknar á fyrirlestri hjá Starfsmannafélagi Hagstofunnar, þar voru líflegar umræður, áhugasamir þátttakendur og gaman.