Múslí – heimagert og meiriháttar

 

Múslí - heimagert og meiriháttar musli

Múslí. Fjölmargt er hægt að nota til að útbúa sitt eigið múslí, það er bæði auðvelt og skapandi. Hér er uppskrift sem ég hef til hliðsjónar. Ekki láta hugfallast þó eitthvað vanti, það er ekki hundrað í hættunni. Oftast nota ég rúsínur en vel má nota aðra þurrkaða niðursaxaða ávexti eða ber. Þá eykur það fjölbreytnina að blanda saman við tilbúnu góðu múslíi (og þess vegna meiru en gefið er upp hér að neðan).

Á hverju sumir safna ég jurtum úti í náttúrinni, þurrka þau og nota í te, krydd og fleira. Hluta af jurtunum mala ég smátt í matvinnsluvélinni og blanda saman við múslíið, einni til tveimur matskeiðum.

MÚSLÍ

2 dl. möndlur

1 1/2 dl. sólblómafræ

1 dl. valhnetur

2 msk graskersfræ

2 msk kasjúhnetur

1 dl. heslihnetur

1 msk. Goji ber

1 msk cacao nips

3 msk mulin hörfræ

2 dl. rúsínur

1/2 tsk himalyasalt

1/3 tsk natron

2 tsk. chia fræ

1 bolli All Bran – mulið

1 tsk. kanill

2 tsk fjallagrös mulin eða söxuð smátt

1/2 bolli hveitikím

1/2 bolli kókosmjöl

1 1/2 bolli gróft haframjöl

2 bollar gott múslí

Takið möndlur, sólblómafræ, valhnetur, graskersfræ, kasjúhnetur, heslihnetur, Goji ber og cacao nips, setjið matvinnsluvél og maukið. Blandið restinni af hráefnunum saman við og geymið á þurrum stað

Múslí – heimagert og meiriháttar musli haframjöl

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ferskur grænn drykkur

Grænn drykkur IMG_3194

Ferskur grænn drykkur. Það er frískandi og hollt að drekka nýpressaðan safa úr grænmeti og ávöxtum. Það er nú ekki alveg hægt að segja að það sé regla á þessu hjá okkur. Svona við og við fáum við okkur grænan drykk. Engir tveir drykkir eru þó eins en oftast er vel af engiferi.

Ostapasta frá pabba – Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt

Ostapasta frá pabba - Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt. Steinunn Ása tók á móti okkur með kátínu og hlýju, eins og hennar er von og vísa, en sagðist þó hafa borið svolítinn kvíðboga fyrir því að vera gestabloggari. Hún hefur eldað með fjölmörgum landsþekktum matgæðingum í hinni margverðlaunuðu þáttaröð „Með okkar augum“ á RÚV. Fyrsti þátturinn í sjöundu seríunni verður frumsýndur í kvöld