Silungur með kóriander/basil pestói
Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskt og gott hráefni. Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim, eftir að hafa hjólað í fiskbúðina, með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.
Silungurinn var borinn fram með sumarlegu salati og sósu úr Grískri jógúrt og sætri chili sósu með silungnum, þar sem sósan stóð ekki undir væntingum (bragðaðist eins og skyr með chili bragði) þá dettur mér ekki í hug að birta uppskrift…
— SILUNGUR — FISKUR Í OFNI —
.
Silungur með kóriander/basil pestói
2 flök silungur
2 msk pestó
1 msk saxað kóriander
safi úr 1/2 lime
smá salt og pipar
Leggið silunginn í eldfast form. Blandið saman pestói, kóriander og limesafanum. Smyrjið yfir silunginn og bakið í 15 mín í vel heitum ofni.
— SILUNGUR — FISKUR Í OFNI —
.