Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur með kóriander/basil pestói feitur fiskur holl fita omega 3 auðveldur fljótlegur hollur fiskréttur fiskur í ofni ofnbakaður fiskur fish trout fish
Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur með kóriander/basil pestói

Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskt og gott hráefni.  Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim, eftir að hafa hjólað í fiskbúðina, með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.

Silungurinn var borinn fram með sumarlegu salati og sósu úr Grískri jógúrt og sætri chili sósu með silungnum, þar sem sósan stóð ekki undir væntingum (bragðaðist eins og skyr með chili bragði) þá dettur mér ekki í hug að birta uppskrift…

SILUNGURFISKUR Í OFNI

.

Silungur með kóriander/basil pestói

2 flök silungur

2 msk pestó

1 msk saxað kóriander

safi úr 1/2 lime

smá salt og pipar

Leggið silunginn í eldfast form. Blandið saman pestói, kóriander og limesafanum. Smyrjið yfir silunginn og bakið í 15 mín í vel heitum ofni.

SILUNGURFISKUR Í OFNI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.