Heimagert sítrónusmjör er unaðslegt
Oftast nota ég það með ostum og kexi. En ætli megi ekki segja að sítrónusmjörið sé margnota í matargerðinni. Með aðstoð Google má finna fjölmarga möguleika. Það má nota í ricotta pönnukökur ásamt berjasósu, inn í crepes, saman við Gríska jógúrt, ofan á Pavovu tertu, til ísgerðar, ofan á ristaða brauðið eða lummurnar.
— SÍTRÓNUSMJÖR — SÍTRÓNUR — PÖNNUKÖKUR — PAVLOVA — LUMMUR —
🍋
Lemon Curd – sítrónusmjör
4 stór egg
1 1/3 b sykur
1 bolli ferskur sítrónusafi
175 g smjör
1 msk rifinn sítrónubörkur
1/2 tsk salt
gulur matarlitur
Þeytið vel saman í hrærivél egg og sykur. Bræðið smjör í potti, hellið eggjahrærunni saman við og loks sítrónusafa, berki, salti og matarlit. Sjóðið við lágan hita, þeytið stanslaust í 10 mínútur. Hellið strax í gegnum fínt sigti í skál, kælið og setjið á krukkur með loki – skrúfið lokið strax á.
🍋
— SÍTRÓNUSMJÖR — SÍTRÓNUR — PÖNNUKÖKUR — PAVLOVA — LUMMUR —
🍋
Við bjóðum líkast til Lemon curd
sem logagyllt seður hvern matarnörd,
því ofan á brauð má það alveg jeta
úr eggjum og smjeri að hætti Breta.
🍋
— SÍTRÓNUSMJÖR — SÍTRÓNUR — PÖNNUKÖKUR — PAVLOVA — LUMMUR —