Kúmensnúðar – nýbakaðir snúðar heilla alltaf

 

Nýbakaðir kúmensnúðar heilla alltaf snúðar kúmen gerbakstur gersnúðar
Nýbakaðir kúmensnúðar heilla alltaf

Kúmensnúðar

Það er frekar æskilegt að „poppa” aðeins upp sumar gamlar uppskriftir. Bæði er úrval hráefna til baksturs meiri og við erum líka upplýstari um hvað er æskilegt og hvað ekki. Þannig má oft minnka sykurmagn um amk. helming, blanda saman hveiti og spelti.

Á mínum uppvaxtarárum voru kúmensnúðar reglulega bakaðir og kláruðust held ég alltaf áður en dagurinn var allur. Hef mun minna af sykri í þeim en var notað í gamla daga.

Hélt í mörg ár að það væri aðeins fyrir framúrskarandi bökunarfólk að handleika gerdeig. Oft var ég stressaður yfir að vatnið væri of kalt eða of heitt og fleira. En svo er gerbakstur bæði auðveldur og skemmtilegur. Maður þjálfast upp í þessu eins og öðru.

SNÚÐAKAKAKÚMENGERBAKSTURSVANDAMÁLENGLISH

.

Kúmensnúðar

1 1/2 kg hveiti
2 – 3 msk kúmen
ca 4 bollar vatn um 37°
2 msk matarolía
1 dl. ab mjólk
2 tsk sykur
2 tsk salt
2 msk ger
200 g smjör(líki) (við stofuhita)
3-4 msk kanilsykur

Blandið saman vatni, matarolíu, ab mjólk, sykri, salti og geri. Setjið hveiti og kúmen í hrærivélaskál, bætið gerblöndunni saman við og hrærið saman. Látið deigið lyfta sér góða stund.

Fletjið út, smyrjið smjörinu/smjörlíkinu á, stráið kanilsykrinum yfir og rúllið upp. Skerið í ca 3 cm sneiðar, raðið á bökunarpappír í ofnskúffu og láið lyfta sér aftur í amk klst. Bakið í um 20 mín við 180°C

.

SNÚÐAKAKAKÚMENGERBAKSTURSVANDAMÁLENGLISH

— KÚMENSNÚÐAR —

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Angelina – uppáhalds kaffihúsið í París

Angelina Angelina

Angelina er uppáhalds kaffihúsið mitt í París. Staðsett á Rue de Rivoli 226. Við hliðina á Tuileries garðinum sem er á milli Louvre safnsins og Place de la Concorde. Vildi bara deila þessu með ykkur ef þið eru á leið til Parísar og viljið fara á stórfínt kaffihús.

Þjónaskólinn – Margrét Rósa

Þjónaskólinn. Margrét Rósa Einarsdóttir, sem margir kannast við eftir áralangt farsælt starf hennar í Iðnó, hefur stofnað þjónaskólann. Þar þjálfar hún starfsfólk veitingahúsa sem gengur um beina. Í uppgangi síðustu ára hefur veitingafólki gengið misvel að fá til sín gott fólk með ljúfa þjónustulund.

Þjónustustarfið á veitingahúsum er ekki síður mikilvægt en starf kokkanna. Það er kjörið að senda ófaglærða þjóna á námskeið til Margrétar Rósu.

Apríkósuchutney

Apríkósuchutney 

Apríkósuchutney. Með ostum og kexi er ágætt að hafa apríkósuchutney í staðinn fyrir vínber - eða hafa vinberin líka. Chutneyið er kjörið með kjötréttum og indverskum mat