Kúmensnúðar – nýbakaðir snúðar heilla alltaf

 

Nýbakaðir kúmensnúðar heilla alltaf snúðar kúmen gerbakstur gersnúðar
Nýbakaðir kúmensnúðar heilla alltaf

Kúmensnúðar

Það er frekar æskilegt að „poppa” aðeins upp sumar gamlar uppskriftir. Bæði er úrval hráefna til baksturs meiri og við erum líka upplýstari um hvað er æskilegt og hvað ekki. Þannig má oft minnka sykurmagn um amk. helming, blanda saman hveiti og spelti.

Á mínum uppvaxtarárum voru kúmensnúðar reglulega bakaðir og kláruðust held ég alltaf áður en dagurinn var allur. Hef mun minna af sykri í þeim en var notað í gamla daga.

Hélt í mörg ár að það væri aðeins fyrir framúrskarandi bökunarfólk að handleika gerdeig. Oft var ég stressaður yfir að vatnið væri of kalt eða of heitt og fleira. En svo er gerbakstur bæði auðveldur og skemmtilegur. Maður þjálfast upp í þessu eins og öðru. Hættið öllum afsökunum og bakið og bakið 😉

SNÚÐAKAKAKÚMENGERBAKSTURSVANDAMÁL

.

Kúmensnúðar

1 1/2 kg hveiti
2 – 3 msk kúmen
ca 4 bollar vatn um 37°
2 msk matarolía
1 dl. ab mjólk
2 tsk sykur
2 tsk salt
2 msk ger
200 g smjör(líki) (við stofuhita)
3-4 msk kanilsykur

Blandið saman vatni, matarolíu, ab mjólk, sykri, salti og geri. Setjið hveiti og kúmen í hrærivélaskál, bætið gerblöndunni saman við og hrærið saman. Látið deigið lyfta sér góða stund.

Fletjið út, smyrjið smjörinu/smjörlíkinu á, stráið kanilsykrinum yfir og rúllið upp. Skerið í ca 3 cm sneiðar, raðið á bökunarpappír í ofnskúffu og láið lyfta sér aftur í amk klst. Bakið í um 20 mín við 180°C

.

SNÚÐAKAKAKÚMENGERBAKSTURSVANDAMÁL

— KÚMENSNÚÐAR —

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.