Blómkáls kúskús salat

Kús kús blómkálssalat Indland indverskt túrmerik kuskus blómkál kúskús
Blómkáls kús kús salat

Blómkáls kúskús salat

Blómkál er uppfullt af c og k vítamínum og fyrir ykkur sem hugsið um hitaeiningar: blómkál inniheldur örfáar hitaeiningar. En blómkál er frekar tormelt og því mikilvægt að tyggja það vel, eða skella því í matvinnsluvélina. Á Indlandi er turmeric kryddað blómkál gamalt húsráð til að styrkja ónæmiskerfið og hreinsa út bakteríur. Þetta salat getur hvort heldur verið aðalréttur eða meðlæti.

Á diskinn með salatinu setti ég sneiðar af ferskum ananas, hann passar vel með þessum rétti og enn betra væri að skera ananasinn niður og blanda honum saman við.

KÚSKÚSBLÓMKÁLSALÖT

.

Blómkáls kúskús salat

1/2 blómkálshöfuð

2-3 gulrætur

1 tsk turmeric

1/4 tsk cayenne

1/2 tsk svartur pipar

1/2 tsk salt

1 dl rúsínur

3 tómatar, saxaðir gróft

1/2 dl fersk söxuð mynta

1/2 dl fersk söxuð steinselja

3 msk góð matarolía

1 msk tahini

safi úr einni sítrónu

1 tsk grænmetiskraftur

Setjið blómkál og gulrætur í matvinnsluvél og saxið smátt. Látið í skál og bætið saman við kryddi, rúsínum, tómötum, helmingnum af myntunni og helmingnum af steinseljunni.  Hristið saman matarolíu, tahini, sítrónusafa og grænmetissafa og hellið yfir grænmetið.

KÚSKÚSBLÓMKÁLSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff

Lifrarbuff frá Eskifirði. Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina - hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ....

Skálað; Lyfta – drekka – lyfta

Skálað; Lyfta - drekka - lyfta.
Gaman er að lyfta glösum til að heiðra einhvern á mannamótum, eða til að skála fyrir kvöldinu, lífinu o.s.frv. Um leið og við lyftum glasi er skemmtileg venja að ná stuttu augnsambandi við þá sem við skálum við, þ.e. ef hópurinn fer ekki yfir 6-8 manns (til að ná augnsambandi má glasið því ekki fara hærra en svo að andlitið sjáist), annars lítur maður bara yfir hópinn. Þá dreypum við á, lyftum síðan glasinu aftur og lítum um leið aftur á þá sem við skálum við. Æfingin skapar meistarann.

SaveSave