Auglýsing
Kús kús blómkálssalat Indland indverskt túrmerik kuskus
Blómkáls kús kús salat

Blómkáls kúskús salat

Blómkál er uppfullt af c og k vítamínum og fyrir ykkur sem hugsið um hitaeiningar: blómkál inniheldur örfáar hitaeiningar. En blómkál er frekar tormelt og því mikilvægt að tyggja það vel, eða skella því í matvinnsluvélina. Á Indlandi er turmeric kryddað blómkál gamalt húsráð til að styrkja ónæmiskerfið og hreinsa út bakteríur. Þetta salat getur hvort heldur verið aðalréttur eða meðlæti.

Á diskinn með salatinu setti ég sneiðar af ferskum ananas, hann passar vel með þessum rétti og enn betra væri að skera ananasinn niður og blanda honum saman við.

Auglýsing

KÚSKÚSBLÓMKÁLSALÖT

.

Blómkáls kúskús salat

1/2 blómkálshöfuð

2-3 gulrætur

1 tsk turmeric

1/4 tsk cayenne

1/2 tsk svartur pipar

1/2 tsk salt

1 dl rúsínur

3 tómatar, saxaðir gróft

1/2 dl fersk söxuð mynta

1/2 dl fersk söxuð steinselja

3 msk góð matarolía

1 msk tahini

safi úr einni sítrónu

1 tsk grænmetiskraftur

Setjið blómkál og gulrætur í matvinnsluvél og saxið smátt. Látið í skál og bætið saman við kryddi, rúsínum, tómötum, helmingnum af myntunni og helmingnum af steinseljunni.  Hristið saman matarolíu, tahini, sítrónusafa og grænmetissafa og hellið yfir grænmetið.

KÚSKÚSBLÓMKÁLSALÖT

.

2 athugasemdir

  1. Lítur út fyrir ad vera girnilegt. Þarf ekki að sjóða blómkálið og gulræturnar?

Comments are closed.