Flatbrauð/flatkökur

Flatbrauð, flatkökur, rúgmjöl, hangikjöt vinsælasta kaffimeðlætið brimnes hulda steinsdóttir
Flatbrauð/flatkökur

Flatbrauð/flatkökur

 Reglulega hringi ég í mömmu til að fá hjá henni uppskriftir og ráðleggingar um eitt og annað er við kemur bakstri og fleiru. Nú var komið að því að bretta upp ermar og steikja flatbrauð í fyrsta skipti….. Mamma veitti góð ráð eins og oft áður. Fyrir langa löngu heyrði ég gamla frænku mína segja að galdurinn við flatbrauðsdeigið væri að nota sjóðandi vatn saman við mjölið. Annars mun það hafa þekkst í gamla daga að konurnar báru feiti á hendurnar á sér áður en þær hófu að hnoða deigið. En við í nútímanum veljum góða matarolíu í deigið.

Það kemur allmikil bræla þegar flatbrauðið er steikt á hellunni, munið því að opna alla glugga og munið að reykskynjarar geta farið í gang.

.

FLATBRAUÐKAFFIMEÐLÆTIRÚGMJÖLÍSLENSKTJÓLIN

.

Flatbrauð

300 g rúgmjöl
200 g heilhveiti
1 tsk salt
1 msk sykur
1 msk góð matarolía
3 – 3 1/2 dl sjóðandi vatn
Hveiti til að hnoða
Blandið saman í skál rúgmjöli, heilhveiti, salti, sykri og matarolíu. Hellið sjóðandi vatni yfir og blandið vel saman. Látið kólna lítið eitt og hnoðið deigið með hveiti og fletjið út í þunnar kökur og mótið kringlóttar kökur – með því að leggja disk á deigið og skera með brún disksins. Pikkið þær með gaffli og steikið á vel heitri eldavélarhellu eða á gasgrillinu. Dýfið kökunum í kalt vatn strax að lokinni steikingu til að stöðva brunann.

.

FLATBRAUÐKAFFIMEÐLÆTIRÚGMJÖLÍSLENSKT

— FLATBRAUÐIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjabúðingur – silkimjúkur og rennur ljúflega niður

Bláberjabúðingur

Bláberjabúðingur. Mjög auðvelt að útbúa þennan búðing og það tekur ekki nema nokkrar mínútur. Bláberjabúðingurinn er silkimjúkur og rennur ljúflega niður. Það er ekki hægt að hafa það betra. 3 msk af chia fræjum fóru í matvinnsluvélina en tveimur matskeiðum af chiafræjum blandaði ég saman við eftir á.

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.

Rósmarín- og möndlukex

Rósmarín- og möndlukex DSCF0143

Rósmarín- og möndlukex. Alltaf gott að eiga hollt og gott heimagert kex til að maula á eða bjóða þegar gesti ber að garði. Stórfínt með ostum, hummús, möndlusmjöri eða öðru góðu viðbiti. Já eða bara eitt og sér.