Kanilkjúklingur – bragðmikill kjúklingaréttur frá Norður-Afríku

Kanelkjúklingur kanill engifer túrmerik kjúlli góður kjúklingaréttur Norður afríka marokkó
Kanilkjúklingur

Kanilkjúklingur

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi. Uppskriftin er frá Norður-Afríku. Það mætti halda við fyrstu sýn að rétturinn sé sterkur er hann það alls ekki. Epli og tómatar eru gott mótvægi við kryddið. Og hér eru upplýsingar um góð áhrif kanils á líkamann.

KJÚKLINGURKANILL

.

Kanilkjúklingur kjúklingur kanill tómatar
Kanilkjúklingur

Kanilkjúklingur

6-8 kjúklingalæri

1  grænt epli (lítið)

2 laukar

6 tómatar

4 hvítlauksgeirar

ca dl. góð olía

salt og pipar

chili

2 msk kanill

1/2 tsk engifer

1/2 tsk túrmerik

Úrbeinið kjúklingalærin, brúnið þau í olíu á pönnu og raðið í eldfast form. Fínsaxið lauk, hvítlauk og epli og bætið útí olíuna og söxuðum tómötum. Bætið við kryddinu. Steikið áfram við lágan hita og setjið yfir kjúklingalærin. Eldið í 175° heitum ofni í amk klst eða þangað til kjúklingurinn er gegnum steiktur.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínublúndur

AppelsínublúndurAppelsínublúndur

Appelsínublúndur. Við dæmdum smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni á dögunum. Fengum með okkur Heiðar Jónsson sem heillaði alla upp úr skónum. Kökurnar voru hver annari betri og dómnefndinni mikill vandi á höndum. Svanhvít Yrsa Árnadóttir sigraði.

Jarðarberjaostaterta

Jarðarberjaostaterta. Mjög fersk og góð terta sem hentar bæði sem eftirréttur og kaffimeðlæti. Þessi terta er dæmi um uppskrift þar sem auðveldlega má minnka sykurmagnið verulega. Upphaflega uppskriftin var með bláberjum í stað jarðarberja og heilum bolla af sykri. Verum vakandi, ekki bara varðandi sykurinn heldur líka annað sem við látum inn fyrir okkar varir.

Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat

Tomatasalat

Tómatsalat með chili og kóriander. Dásamlega unaðslega gott salat. Nú flæða fagurrauðir bragðgóðir íslenskir tómatar á markaðinn. Tómatar eru bráðhollir. Læknir sagði mér að lægsta hlutfall blöðruhálskirtilstilvika á vesturlöndum væri á Ítalíu og Grikklandi og miklu tómataáti væri þakkað. Borðum góða íslenska tómata.