Sætkartöflusúpa

Sætkartöflusúpa, súpa, sætar kartöflur
Sætkartöflusúpa

Sætkartöflusúpa

Sætar kartöflur henta vel í súpu. Áður en ég fór á fund steikti ég grænmetið og lét suðuna koma upp, síðan slökkti ég undir og setti handklæði vandlega utan um pottinn. Þegar fundinum lauk var súpan tilbúin og ennþá heit. Hér má lesa um sætar kartöflur.

SÆTAR KARTÖFLUR SÚPUR

.

Sætkartöflusúpa

1 saxaður laukur

3 msk góð olía

2 cm engifer – smátt saxað

3 geirar hvítlaukur, saxaður

700 gr sætar kartöflur í teningum

1/2 – 1 lítri vatn

grænmetiskraftur

1 dós kókosmjólk (400 ml)

1 – 2 msk tómatmauk

1 tsk timian

lárviðarlauf

salt & pipar

Steikið laukinn í olíunni, bætið út í engifer, hvítlauk og sætum kartöflum. Bætið við vatni, grænmetiskrafti, tómatmauki og kryddi. Sjóðið í um 30 mín. Maukið með töfrasprotanum og bætið út í kókosmjólkinni.

SÆTAR KARTÖFLUR SÚPUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu. Björgu Þórsdóttur kynntist ég þegar hún lærði söng í Listaháskólanum. Hún er annáluð fyrir góðan mat og mataráhuga og við áttum það til að gleyma okkur í matarumræðum í skólanum. Einhverju sinni heyrðist á skrifstofunni „Hvað heitir aftur vinkona þín sem kemur svo oft og talar um mat við þig?" Þá var verið að tala um Björgu sem hér deilir uppskrift frá ömmu sinni.

Kransakonfekt

Kransakonfekt

Kransakonfekt. Í fermingarveislunni um daginn var boðið uppá kransakonfekt. Passlega bakaðar kransakökur geta verði ljúffengar og gaman að smakka í hófi (svona einu sinni á ári), hins vegar eru ofbakaðar kranskakökur einstaklega óspennandi - bæði þurrar og harðar. Það var auðsótt að fá uppskriftina til birtingar hér á síðunni og baksturinn á kökunum var fullkominn.

Þvagsýrugigt – einkenni hurfu með breyttu mataræði

kjot

Þvagsýrugigt - einkenni hurfu með breyttu mataræði. Á dögunum hitti ég mann sem sagði mér frá þvagsýrugigt sem hann þjáðist af til fjölda ára. Þegar hann var verstur vaknaði hann upp á nóttunni með miklar kvalir. Hann fór að lesa sig til og breytti í kjölfarið mataræði sínu, tók út kjöt, kaffi, vín og fleira sýrumyndandi. Við þetta varð hann einkennalaus af gigtinni, án allra lyfja.