Auglýsing
Sætkartöflusúpa, súpa, sætar kartöflur
Sætkartöflusúpa

Sætkartöflusúpa

Sætar kartöflur henta vel í súpu. Áður en ég fór á fund steikti ég grænmetið og lét suðuna koma upp, síðan slökkti ég undir og setti handklæði vandlega utan um pottinn. Þegar fundinum lauk var súpan tilbúin og ennþá heit. Hér má lesa um sætar kartöflur.

SÆTAR KARTÖFLUR SÚPUR

.

Sætkartöflusúpa

1 saxaður laukur

3 msk góð olía

2 cm engifer – smátt saxað

3 geirar hvítlaukur, saxaður

700 gr sætar kartöflur í teningum

1/2 – 1 lítri vatn

grænmetiskraftur

1 dós kókosmjólk (400 ml)

1 – 2 msk tómatmauk

1 tsk timian

lárviðarlauf

salt & pipar

Steikið laukinn í olíunni, bætið út í engifer, hvítlauk og sætum kartöflum. Bætið við vatni, grænmetiskrafti, tómatmauki og kryddi. Sjóðið í um 30 mín. Maukið með töfrasprotanum og bætið út í kókosmjólkinni.

SÆTAR KARTÖFLUR SÚPUR

.

Auglýsing